Í Ontario-fylki í Kanada, þar sem hin blómlega borg Toronto á heima, þar sem landslag gróðursælla skóga og glitrandi stöðuvatna er við bakland frjórra ræktarlanda, standa hjúkrunarfræðingar einhuga í baráttu sinni fyrir bættum starfsaðbúnaði á vinnustöðum sínum.
Eins og víða í hinum vestræna heimi hefur nýfrjálshyggjan gengið mjög langt. Það á sannarlega líka við um Kanada, þar er ekkert heilagt fyrir hina hrifsandi hönd markaðarins. Þar hefur eins og á Íslandi ellin verið arðgreiðsluvætta með skelfilegum afleiðingum. Það má kannski segja að þessar dæmalausu vitlausu hugmyndir hafi bitið almenning hressilega í rassinn, nú 40 árum seinna eftir innleiðingu.
Síðasta föstudaginn skipulagði starfsfólk í langtímahjúkrun upp 37 samstöðufundi víðs vegar um Ontario til að vekja athygli á skelfilegri stöðu mála á hjúkrunarheimilum sem reknir eru í hagnaðarskyni á meðan stórfyrirtækin sem sjá um reksturinn hafa safnað milljörðum í arðgreiðslum. Helsti vinnuveitandi þeirra er Exendicare, stærsta arðgreiðsluvætta hjúkrunarheimilin í Ontario sem skilaði 1,3 milljörðum dollara í tekjur árið 2023.
Hjúkrunarfræðingar, stuðningsfulltrúar og gestamóttökufólk eru í hópi 3.000 félagsmanna í stéttarfélagi hjúkrunarfræðinga í Ontario (ONA) sem berjast fyrir bættri mönnun til að bæta þjónustu við íbúa.
Aðal vinnurekandi í þessum vinnudeilum er Extendicare sem á og rekur langtímaumönnun í Kanada.
Myndir: Frá hinum ýmsu samstöðufundum síðasta föstudag 12. apríl.