Bjarni segir Sjálfstæðisflokkinn standa fyrir félagslegt réttlæti

Í dekurspjalli í þætti Morgunblaðsins, Spursmál, í dag, var Bjarni Benediktsson forsætisráðherra spurður út í færslu Sunnu Valgerðardóttur, starfsmanns þingflokks VG.

Sunna eins og margir vita, tjáði sig með þeim hætti í Facebook-færslu sinni að samstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn væri orðin eiturpilla sem flokkurinn þyrfti að spýta út úr sér ef hagur VG ætti að vænkast. Hún nefndi þar fjölda mála sem VG hafi liðið fyrir að styðja og/eða verja frá gagnrýni, svo sem lands­rétt, brott­vís­an­ir flótta­manna, Ásmund­ar­sals­málið, dóms­mál, þyrlu­ferð ráðherra, lög­reglu­of­beldi, Sam­herja, banka­sölu.

Bjarni, í sínum hefðbundna hroka, kallaði það „kostulega upptalningu“ og sagðist ekki taka það alvarlega.

Sunna sagði líka flokk sinn, sem standi fyrir fé­lags­legu rétt­læti, kven­frelsi, frið og nátt­úru­vernd, ekki eiga að vera í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi Spursmála spurði Bjarna hvort þessi gildi væru „fjarskyld þeirri stefnu“ sem hann tali fyrir. „Nei, ég myndi ekki skrifa upp á það að við töluðum ekki fyr­ir fé­lags­legu rétt­læti og friði svo dæmi séu tek­in.“

Sunnu sé frjálst að hafa sína skoðun, „hún sæk­ir ekki umboð til mín og ég þarf ekki að treysta á henn­ar stuðning í sjálfu sér, hún er hvorki með at­kvæðis­rétt né skuld­bund­in af neinu því sem um hef­ur verið samið milli flokk­anna“.

Það þarf væntanlega ekki að fara mikið út í þá sálma að Sjálfstæðisflokkurinn þykist skyndilega standa fyrir félagslegt réttlæti, sú staðhæfing er of kjánaleg til að virða viðlits. Virðing Bjarna fyrir skoðanafrelsi Sunnu gekk hins vegar ekki svo langt því að hann fylgdi því strax eftir með því samsinnast með Stefáni Einari í því að kalla færslu hennar mjög óvenjulega „og mjög langt gengið. Ég tek und­ir það og ekki til þess gert að skapa góða stemn­ingu í stjórn­ar­liðinu.“

Bjarni sagðist ekki hafa rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, starfandi formann VG, um færsluna, þar sem orð Sunnu „dæmi sig sjálf“.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí