Brunatilboð á flugi, mat og gistingu

Þeir sem búa yfir sveigjanleika í eigin lífi og geta stokkið af stað til nýrra ævintýra án nokkurs fyrirvara geta gert ansi góð kaup þessa dagana. Það á jafnt við um ferðaþjónustu innanlands sem og ýmis túristatilboð utan landsteinanna.

Mun færri erlendir ferðamenn eru á sveimi um Ísland en ráð var fyrir gert og eru dæmi um að afbókanir og óhagstætt veðurfar hafi leikið íslensk ferðaþjónustufyrirtæki svo grátt að þau bjóði upp á brunatilboð á mat og gistingu.

Dæmi eru um að hótel auglýsi tveggja manna gistingu með þriggja kvöldverði sem kosti pör innan við 30.000 krónur. Þarf að fara langt aftur í tímann til að finna önnur eins tilboð á þessum árstíma sem alla jafna er langdýrasti tími ársins.

„Svona tilboð sá maður helst í covid eða yfir vetrartímann,“ segir vert á hóteli úti á landi sem reynir allt hvað hann getur til að selja út herbergi og kvöldmat með ýmsum gylliboðum.

Þá hefur vakið athygli að utan landsteinanna hafa ferðaskrifstofur boðið landsmönnum upp á mjög ódýr flug og ódýra gistingu á suðlægum og heitum slóðum síðustu daga.

Samkvæmt auglýsingum á samfélagsmiðlum má finna flug til evrópskra stórborga og gistingu á 5 stjörnu hóteli undir 60.000 krónum, allt að vikudvöl.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí