Lofa Vesturbakkinn fái sömu meðferð og Gaza

„Það er verið að gera nákvæmlega sama á Vesturbakkanum og var gert á Gaza. Það á að hreinsa Vestur-bakkann líka. Það er það sem liggur fyrir. Til þess nota þeir sömu tól og áður: vopn frá Bandríkjunum, Evrópu og Kanada. Það hreyfir enginn mótbárum og við erum neydd til að horfa á þetta.“

Svo hljóða nýjustu fregnir frá Palestínu, en Margrét Kristín Blöndar, tónlistarkona og aktívisti, best þekkt sem Magga Stína greinir frá þessu í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Hún segir helstu tíðindin í dag vera fyrrnefnd stefnubreyting Ísraelsríkis gagnvart Vesturbakkanum. Það svæði hefur síðustu mánuði fengið að „vera í friði“, ef svo má kalla. Þar hafa einungis um 500 Palestínumenn verið myrtir á árinu samanborið við fjöldamorðin í Gaza þar sem á fimmtíu þúsund liggja í valnum, það sem af er ári.

 „Markmið er algjörlega skýrt. Utanríkisráðherra Ísrael segir í raun að þetta séu þjóðernishreinsanir. Það verður ekki á þá logið að þeir hafa þó verið mjög hreinskiptnir með yfirlýsingar. Þessi stjórn fer ekki í neinar grafgötur um fyrirætlanir sínar. Þeir eyðileggja allt, eyðileggja orkuver, eyðileggja vatnsleiðslur. Jafna heimili við jörðu,“ segir Magga Stína.

Nánar verður fjallað um þessa stöðu við Rauða borðið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí