Halla Hrund hrósar Jóhanni Páli

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, slær nýjan tón með því að hrósa einum af ráðherrum meirihlutans, þótt Halla Hrund sé ekki hluti af ríkisstjórninni.

Kannski er til marks um nýjan tíma jafnt hjá stjórn og stjórnarandstöðu að Halla Hrund segir ánægjulegt að heyra nýjan ráðherra orkumála, Jóhann Pál Jóhannsson, Samfylkingu, lýsa yfir að orkuöryggi almennings verði forgangsmál í hans störfum.

Útfærslan á orkuöryggi almennings í lögum skiptir hins vegar miklu, að sögn Höllu Hrundar. Mikilvægt sé að stuðlað verði að hagkvæmu og stöðugu orkuverði fyrir almenning um allt land. „Rándýrt orkuöryggi yrði fljótt orkuöryggi sumra – ekki allra, og slíkt er ekki sanngjarnt eða líklegt til sátta. Leiðin sem valin verður getur haft áhrif á samfélagslega mikilvæga orkunotendur, svo sem garðyrkjubændur, sem þarf sérstaklega að styðja vegna mikilla verðhækkana,“ segir Halla Hrund í færslu á facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí