Verndarinn horfinn og engin píanókeppni í vor

Vegna hringls í stjórnsýslu og peningamálum verður ekkert af því að píanókeppni EPTA fari fram hérlendis í næsta mánuði eins og ákveðið hafði verið. Þessu heldur stjórn keppninnar fram. Fjölmörg börn og ungir tónlistarmenn hafa æft dyggilega en þurfa nú með örskömmum fyrirvara að kynga því að keppnin færist fram í nóvember næstkomandi.

Stjórn EPTA sendi bréf 29. janúar síðastliðinn þar sem segir:

„Þetta er erfið ákvörðun en nauðsynleg vegna ytri aðstæðna sem stjórn EPTA getur ekki breytt.“

Segir í bréfinu að ráðherrar séu að koma sér inn í störf eftir nýafstaðnar kosningar og beðið sé eftir fundi með ráðherrum til að afla styrkja fyrir verkefnið. Stór vandi er sagður hafa komið upp eftir skiptingu ráðuneyta undir fyrri ríkisstjórn. Mennta- og menningarmálaráðherra hafi verið verndari keppninnar frá fyrstu keppni árið 2000.

„Ráðuneytið er ekki lengur til, ekki heldur verndarinn; rétt fyrir kosningar voru þrjú ráðuneyti sem höfðu með menntun að gera og eru nú tvö eftir kosningarnar með nýja ráðherra og aðra tilfærslu ráðuneyta. Við höfum trú á að mál ráðuneytanna leysist á næstunni en það tekur augljóslega lengri tíma en áætlað var,“ segir í bréfinu.

Samstöðin hefur rætt við píanókennara sem segja málið meiriháttar menningarlegt hneyksli.

Til stóð að keppa í fjórum flokkum, allt frá 10 ára og yngri og upp í 25 ára og yngri.

Píanókeppni EPTA hefur verið ein þekktasta tónlistarkeppni í flutningi klassískrar tónlistar sem haldin er á Íslandi, fyrst haldið 2000 og á þriggja ára fresti þaðan í frá.

Myndin er tekin þegar Alexander Smári Kristjánsson Edelstein sigraði í flokki 14 ára og yngri fyrir allmörgum árum. Mynd: Rúv

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí