Allt stefnir í kalda koli hjá útgerðinni

Minna má það ekki vera.  Allt stefnir í kaldakol. Og það áður en ríkisstjórnin sýnir á spilin. Slöppum aðeins af og sjáum hvað setur.

Okkur hefur borist bréf úr Borgartúni 35. Inntak bréfs er hvert og hvein. Innihaldið er að útgerðin sé í stórhættu vegna mögulega hækkaðs auðlindagjald.

Opnum umslagið:

„Stjórn SFS lýsir áhyggjum af rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi og fyrirætlunum stjórnvalda um verulegar breytingar er lúta að atvinnugreininni. Aukning strandveiða, hækkun veiðigjalds, hækkun kolefnisgjalds og frekari takmarkanir á eignarhaldi þyngja verulega róðurinn. Sjávarútvegur keppir á útivelli í erfiðri alþjóðlegri samkeppni, við ríkisstyrktan sjávarútveg annarra þjóða, og hefur þar enga stöðu til þess að velta kostnaðarhækkunum heima fyrir út í verð afurða. Fram hjá þessari stöðu má ekki horfa.“

Vont er það herra minn. Við vitum að stórútgerðin er rekin með feitum afgangi. Sjaldan hagnast sem nú. Jæja áfram með bréfið góða.

„Þrátt fyrir áherslu í orði á aukna verðmætasköpun lykilatvinnuvega í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar virðast fáar aðgerðir eða hugmyndir liggja þar að baki. Með því að vega að samkeppnishæfni atvinnugreinar sem leggur þung lóð á vogarskálar hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi er leiðin vörðuð að minni ávinningi samfélagsins af nýtingu sjávarauðlindarinnar.“

Þessi texti hefur trúlega verið notaður, aftur og aftur og enn. Lesum áfram:

„Það er í þessu samhengi umhugsunarefni að langtímakjarasamningar hafa verið gerðir við bæði sjómenn og landverkafólk, í krafti þess að aukin verðmætasköpun og framleiðni geti staðið undir skuldbindingum samninganna. Þær forsendur kunna að bresta ef kynntar fyrirætlanir ríkisstjórnar ganga eftir.“

Minna má það ekki vera.  Allt stefnir í kaldakol. Og það áður en ríkisstjórnin sýnir á spilin. Slöppum aðeins af og sjáum hvað setur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí