Einkasamtöl úr búkmyndavélum vekja óhug, „gaman“ að beita mótmælendur valdi

Aðalmeðferð í máli níu mótmælenda gegn íslenska ríkinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Krafist er miskabóta vegna meintra ólögmætra aðgerða lögreglunnar. Á meðal sönnunargagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglu.

Við greindum frá því fyrr í dag að dómari hafi skv. heimildum þurft að beita sér sérstaklega fyrir að fá gögnin. Tregi lögreglu til að afhenda búk-myndefnið skýrist ef til vill af því að fyrir utan myndrænt sjónarhorn hlutaðeigandi lögreglumanna eru á upptökunni einnig persónuleg samtöl þeirra við hvorn annan á vettvangi. Ónefnt vitni á vegum sækjenda sagði blaðamanni að orð lögreglu hefðu vakið hjá sér mikinn óhug.

Sem dæmi er talað er um mótmælanda sem „dýrið“ og þá heyrist hvernig lögreglumennirnir telja rétt að „tæma brúsann“ á fólk og að það sé með hátterni sínu, mótmælum að „biðja um það“ að verða fyrir piparúða.

Þá mátti heyra lögreglumenn ræða valdbeitingu sem þessa af nokkurri léttúð „[…] Þetta var gaman,“ segir
lögreglumaður sem ræðir janframt við félaga sinn á vettvangi um stöðu piparúðans sem er á þartilgerðum brúsum. „Ertu tómur eða,“ spyr hann. Félaginn segir svo ekki vera, raunar eigi hann nóg eftir í brúsanum. Lögreglumaðurinn (sá fyrri) spyr þá aftur nokkuð undrandi, „ertu með nóg af…bíddu ertu með nóg af gasi,“ og heldur síðan áfram, „mazeaðiru þá ekki neinn eða.“ Honum mætir þögn sem hann rýfur sjálfur þegar hann segir háðslega, „við þurfum að taka fund greinilega.“

Annar lögreglumaður sem mætti á vettvang eftir að piparúðanum var beitt heyrist segja hve miður honum þyki að hafa verið seinn. „Leiðinlegt að hafa misst af þessu,“ segir hann hress í bragði.

Aðalmeðferð fór sem fyrr segir fram í Héraðsdómi í dag og fjölmenni var í þingsal.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí