Ekkert lát er á hamfarafréttum í Morgunblaðinu af hruni útgerðar hér á landi vegna fyrirhugaðrar smávægilegrar leiðréttingar á veiðigjöldum.
Hefur vakið athygli að talsmenn stærstu útgerða landsins sem hafa hagnast gríðarlega á greininni síðustu ár hafa ekki síst borið sig illa eins og Edda Björgvins leikkona hefur gert sé mat úr og grætt hálfa þjóðina úr hlátri með háði sínu
Gauti Eggertsson, prófessor í hagfræði við Brown-háskóla í Providence í Rhode Island í Bandaríkjunum, segir í pistli sem hann birti á facebook í morgun að honum hafi algerlega blöskrað „framkoma og frekjuköst útgerðarmanna í garð sjómanna og fólksins í landinu þegar að því kemur að borga lögbundin gjöld og laun sjómanna sem tengjast raunverulegu verði afla en ekki einhverjum tilbúnun tölum sem útgerðamenn búa til sjálfir í eigin höfði“ eins og Gauti orðar það.
„Veiðigjöldin standa ekki einu sinni undir útgjöldum stjórnvalda til greinarinnar samkvæmt atvinnuvegaráðherra: Þjóðin sættir sig við það fáránlega ástandi að við niðurgreiðum atvinnugrein sem við gefum ókeypis aðgang að auðlind okkar allra þótt hreinn hagnaður hennar nemi 80-90 milljörðum á hverju ári,“ segir Gauti.
Að þrír eða fjórir ættleggir hinna lukkunnar pamfíla sem voru útgerðamenn á því herrans ári 1984 og fengu kvótann að gjöf eigi einhvern meiri rétt af áskrift af afurðum auðlindar okkar allra en við öll hin er óafsakanlegt að mati Gauta. „
Auðæfin urðu til vegna baráttu þjóðarinnar allrar til að auka landhelgi okkar í 200 mílur og taka yfir mið sem erlendar þjóðir veiddu öldum saman.
Allt tal um “hefðarrétt” útgerðarmanna árið 1984 er fáránlegt, líkt og uppdubbaðir vel launaðir fræðimenn á vegum útverðarmanna telja okkur trú um. Þvílík gervirök. Forfeður okkar allra Íslendinga stunduðu sjóinn og lögðu líf sitt í háska öldum saman.“