Jón Þórissin, arkitekt, sem áður var aðstoðarmaður Evu Joly í störfum hennar fyrir sérstakan saksóknara ræðir um málflutning þeirra sem eru aðalhlutverki harmleiks helstu spillingarmála landsins, útrásarvíkinganna og Samherja, í tengslum við njósnamálin sem nú eru til umræðu og ásakanir á hendur sérstökum saksóknara.
Hann gagnrýnir sérstakan saksóknara fyrir að halda niðurstöðum í Samherjamálinu frá almenningi en tekur ekki undir gagnrýni á hann í njósnamálinu og telur að þar sé hugsanlega á ferðinni klassískur viðsnúningur og afvegaleiðing umræðunnar í baráttunni um uppgjör hrunsins. Helstu gerendur í hruninu hafi jafnt og þétt orðið að fórnarlömbum í ríkjandi sögu og síðan að sigurvegurum. En almenningur muni sjá í gegnum þá söguskoðun og nú þegar heimsmyndin er að hrynja muni afhjúpast stærra samhengi spillingarinnar á Íslandi.
Jón Þórisson rifjaði upp störf sín og rannsóknir á íslenskum stjórnmálum eftir hrun í spjalli við Oddnýju Eir við Rauða borðið.