Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur skrifaði:

„Umhverfissverndarsinnar eru komnir út í horn í þjóðfélaginu. Ef þeir hefðu verið til á síðustu öld hefðum við ekki eða fáar hitaveitur, raforkuver, vatnsveitur og.fl. Umhverfisvernd er ekki lengur sjálfsprottin heldur rekin af atvinnufólki í málefninu. Um er að ræða öfgafólk sem hefur gengið lengra og lengra á vit ofstækis eins og gerist í trúarhópum (og getur gerst í pólitík). Þá leiðir alltaf sá öfgafyllsti og þeir sem andmæla honum eru svikarar.
Stórfelldur þjóðfélagslegur ábati er af því að nýta auðlindir landsins og til þess höfum við fullan rétt. Nú þarf ríkið að koma sér upp risa mállíkani (LLM – large language module) til að knýja opinbera þjónustu í framtíðinni og til þess eins þarf gríðarlega orku. Sem ekki er fyrir hendi. Þá er ég ekki farinn að tala um aðrar innlendar þarfir og því síður þjóðfélagslegan ábata af útflutningi orku, t.d. sem rafeldsneyti – eða útflutningi á vatni. Sem hvort tveggja byggir á að nýta auðlindir sem við sóum nú.
Nú ætla ég að biðja ykkur vinir mínir að hugsa málið, muna að náttúruvernd er ekki vinstri sinnuð frekar en hægri sinnuð – heldur, auk verndarsjónarmiða, andstaða við framfarir og aukinn kaupmátt. Vinstri menn hafa hins vegar notað hana sem staðgöngumál eftir því sem þeir hafna meira stéttarlegum sjónarmiðum.
Og svariði nú ekki með útúrsnúningi, nei, ég vil ekki virkja Gullfoss. Hins vegar var virkjun Laxár í Aðaldal stórfellt framfaraskref á sínum tíma fyrir Þingeyjarsýslu og Eyjafjörð – virkjun sem ekki fengist í gegn núna.“