Heimildin greinir frá því að forsætisráðuneytið sé að skoða mál sem gæti varðað hagsmunaárekstra seðlabankastjóra.
Heimildin sagði fyrst frá málinu fyrir skemmstu.
Samstöðin hefur síðan rætt við fyrrverandi þingmenn og stjórnsýslufræðinga sem telja að hagsmunaárekstur kunni að vera viðvarandi, þar sem unnusta Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sé framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðs sem Seðlabankinn hafi eftirlit með. Spurningar vakni um upplýsingaforskot og jafnræði er kemur að vaxtaákvörðunum ofl.
Rannsókn fór fram innan bankans en leiddi ekki til viðbragða.
Einar Steingrímsson stærðfræðingur hefur skrifað grein á Vísi um að ekkert sé að marka að Seðlabankinn rannsaki sjálfan sig.
Sjóður unnustu Ásgeirs heitir Spakur Invest og var stofnaði fyrir fjórum árum þegar Ásgeir var orðinn seðlabankastjóri. Þá höfðu þau unnusta hans nýlega trúlofast eftir því sem Heimildin greinir frá.
Sjá hér:
Forsætisráðuneytið skoðar mál seðlabankastjóra og unnustu hans – Heimildin