Ráðuneyti með ástamál Ásgeirs á borðinu

Heimildin greinir frá því að forsætisráðuneytið sé að skoða mál sem gæti varðað hagsmunaárekstra seðlabankastjóra.

Heimildin sagði fyrst frá málinu fyrir skemmstu.

Samstöðin hefur síðan rætt við fyrrverandi þingmenn og stjórnsýslufræðinga sem telja að hagsmunaárekstur kunni að vera viðvarandi, þar sem unnusta Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sé framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðs sem Seðlabankinn hafi eftirlit með. Spurningar vakni um upplýsingaforskot og jafnræði er kemur að vaxtaákvörðunum ofl.

Rannsókn fór fram innan bankans en leiddi ekki til viðbragða.

Einar Steingrímsson stærðfræðingur hefur skrifað grein á Vísi um að ekkert sé að marka að Seðlabankinn rannsaki sjálfan sig.

Sjóður unnustu Ásgeirs heitir Spakur Invest og var stofnaði fyrir fjórum árum þegar Ásgeir var orðinn seðlabankastjóri. Þá höfðu þau unnusta hans nýlega trúlofast eftir því sem Heimildin greinir frá.

Sjá hér:

Forsætisráðuneytið skoðar mál seðlabankastjóra og unnustu hans – Heimildin

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí