Erlent starfsfólk nærri fjórðungur vinnumarkaðsins

Erlent starfsfólk er nú um 22 prósent vinnumarkaðsins og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka á vinnumarkaðnum. Bankinn segir mikla spennu á vinnumarkaðnum og talsverða eftirspurn eftir starfsfólki.

Samkvæmt greiningu bankans vilja um 30 prósent stærstu fyrirtækja landsins fjölga starfsfólki á næsta hálfa ári. Einungis um 12 prósent þeirra stefna á að fækka starfsfólki. „Þessari auknu eftirspurn eftir vinnuafli á undanförnum misserum hefur verið mætt af erlendu starfsfólki. Erlent starfsfólk telur nú 22% vinnumarkaðar og hefur hlutfall þeirra aldrei verið hærra. Þessi fjölgun erlends starfsfólks skýrir að stærstum hluta þá sögulega fólksfjölgun sem hefur átt sér stað á undanförnum misserum,“ segir í greiningu bankans.

Í fyrra fjölgaði íbúum Íslands um þrjú prósent, sem er mesta ársfjölgun frá upphafi mælinga. Fjölgun íbúa var nær alfarið byggð á aðfluttum erlendum ríkisborgurum. Íbúum fjölgaði um ríflega þrjú þúsund, þar af voru 2.790 erlendir ríkisborgarar.  

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí