Samstöðin spurði fólk við Kringluna hvernig því litist á Guðrúnu Hafsteinsdóttir sem dómsmálaráðherra. Sumum líst ágætlega á hana, öðrum ekki, en öllum líkar illa við hugmynd sem hún viðraði fyrir nokkru um að selja stóran hlut þjóðarinnar í Landsvirkjun.
Ánægja með fjölgun kvenna
„Fjölgum kvenfólkinu, það kann að stýra landinu“ sagði Friðrik Óttar Ragnarsson. „Ég held þetta sé góð kona, hún getur stjórnað eins og karlarnir. Mér finnst bara vera allt of mikil frekja í karlmönnunum, eins og hefur verið í borgarstjórn“.
Ekki allir hrifnir
„Mér finnst hún nú skárri en Jón en ég hef aðrar skoðanir en hún“ sagði Karítas Sigurðardóttir. Hún telur að það sé rétt hjá Guðrúnu að útlendingamálin þurfi að endurhugsa en sagði að ríkisstjórnin þyrfti að taka sig taki í velferðamálum.
Viðmælendur sammála um að innflytjendamálin þurfi endurskoðun
Margir tóku undir það sem hún sagði í dag um að útlendingamálin væru brýnasta mál samfélagsins í dag en sumir tóku fram að ábyrgðin fyrir slæmri stöðu velferðarkerfanna lægi fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni.