Ný skýrsla frá Oxfam sýnir hvernig fjárfestingar vestrænna stofnana í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í fátækari löndum, hafa að nánast öllu leyti runnið í hendur örfárra einkaaðila. Hefur það fjármagn því gagnast þeim mikið, en mörg einkarekin heilbrigðisfyrirtæki eru í blússandi vöxt og hagnaði. Fjárfestingarnar hafa þó lítið sem ekkert gagnast almenningi í landinu sem hefur lítið sem ekkert betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem er lítið sem ekkert skárri en hún var áður.
Skýrslan, hvers titill er „Sick Development“, nefnir alþjóðastofnanir líkt og Heimsbankann, sem og vestræn hjálparsamtök eins og Proparco, sem eru frönsk samtök, og alþjóða samtök breskra fjárfesta. Einnig er Fjárfestingabanki Evrópu (EIB) ræddur í skýrslunni.
Skýrslan bendir á að á tímabilinu 2010-2022 stóðu alþjóða fjármálasamtök fyrir 358 beinum og óbeinum fjárfestingum í heilbrigðisfyrirtækjum í fátækari löndum, þ.á.m. mörgum Afríkulöndum. Var heildarupphæð þessara fjárfestinga 5,5 milljarður bandaríkja dollara.
Stórt vandamál, sem skýrslan bendir á, er að samtök eins og Proparco og fleiri setja sem skilyrði fyrir fjárfestingum að byggja eigi upp heilbrigðiskerfi þar sem einkarekin tryggingarfyrirtæki ráða ríkjum og öll heilbrigðisþjónusta þarf að fara í gegnum – líkt og í Bandaríkjunum.
Er ekki hvikað frá þessu módeli, þrátt fyrir að allar rannsóknir benda til að félagsleg heilbrigðisþjónusta, líkt og í löndum Skandinavíu, virki mun betur. Tryggingarmódelið reiðir sig alfarið á einkageirann, sem skýrslan segist ekki getað séð að geri neitt til að auka aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu, hvað þá betri.
Í löndum eins og Kenýa, þar sem heilbrigðistryggingar módelið er við lýði, finnst almenningi kostnaðurinn fyrir heilbrigðisþjónustu vera alltof hár – og þurfa þar að auki að borga alls konar háan viðbótar kostnað.
Í sumum Afríkulöndum eiga margir einfaldlega ekki efni á heilbrigðisþjónustu, og grípa því til alls konar örvæntingarfullra aðgerða eins og að selja mikilvægar eigur sínar, o.fl. Einkareknu spítalarnir grípa á móti sums staðar til þess ráðs að fangelsa sjúklinga sem ekki geta borgað – oft í langan tíma við illar aðstæður. Er það ungar stúlkur og konur sem fara langverst útúr þessum skorti á aðgengi að heilbrigðisþjónustu – en til dæmis það að eignast barn felur í sér kostnað sem margar konur geti ekki staðið undir.
Skýrslan kemst að lokum að þeirri niðurstöðu að öll þessi fjárfesting vestrænna stofnana, sem áttu að fara í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í fátækari löndum gerði lítið annað en að gera örfáa einstaklinga gríðarlega ríka, niðurstaða sem stofnanirnar sjálfar bera fyrst og fremst ábyrgð á með áherslum sínum og skilyrðum um einkarekna heilbrigðisþjónustu.