Kveikt í Kóraninum fyrir utan íraska sendiráðið í Kaupmannahöfn

Tveir meðlimir samtaka danskra öfgahægri þjóðernissinna kveiktu í Kóraninum fyrir utan íraska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag. Þessi gjörningur kemur í kjölfar mikilla mótmæla, bæði á Norðurlöndum, sem og í Mið-Austurlöndum vegna samskonar brennsla á Kóraninum í Svíþjóð.

Aðilarnir sem um ræðir byrjuðu á að henda Kóraninum í jörðina og traðka á honum, áður en þeir settu hann í álbakka og kveiktu í honum við hliðina á íraska fánanum.

Samtökin sem um ræðir stóðu einnig fyrir samskonar gjörningi í síðustu viku. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, fordæmdi þann verknað, kallaði hann heimskulegan og sagði hann gera ekkert annað en stuðla að reiði og sundrungi.

Stuttu eftir þennan verknað í dag, gaf utanríkisráðuneyti Íraks út tilkynningu þar sem það hvatti lönd Evrópusambandsins til þess að endurskoða „hið svokallaða tjáningafrelsi og réttinn til að mótmæla.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí