Tveir meðlimir samtaka danskra öfgahægri þjóðernissinna kveiktu í Kóraninum fyrir utan íraska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag. Þessi gjörningur kemur í kjölfar mikilla mótmæla, bæði á Norðurlöndum, sem og í Mið-Austurlöndum vegna samskonar brennsla á Kóraninum í Svíþjóð.
Aðilarnir sem um ræðir byrjuðu á að henda Kóraninum í jörðina og traðka á honum, áður en þeir settu hann í álbakka og kveiktu í honum við hliðina á íraska fánanum.
Samtökin sem um ræðir stóðu einnig fyrir samskonar gjörningi í síðustu viku. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, fordæmdi þann verknað, kallaði hann heimskulegan og sagði hann gera ekkert annað en stuðla að reiði og sundrungi.
Stuttu eftir þennan verknað í dag, gaf utanríkisráðuneyti Íraks út tilkynningu þar sem það hvatti lönd Evrópusambandsins til þess að endurskoða „hið svokallaða tjáningafrelsi og réttinn til að mótmæla.“