Ráðherra segist ekki hafa látið undan hótunum, rithöfundur segir hana ljúga því

Illugi Jökulsson, rithöfundur, segir Svandísi Svavarsdóttur fara með augljósar lygar þegar hún segir að með þeirri ákvörðun sinni að heimila hvalveiðar að nýju frá og með morgundeginum, 1. september, sé hún ekki að láta undan hótunum. Þetta staðhæfir hann á Facebook, í svohljóðandi færslu:

„Sko. Marga skoðun má hafa á hvalveiðum. En þegar Svandís segir að hún sé „ekki að láta undan hótunum“, þá er hún ósköp einfaldlega að ljúga. Hún er VÍST að láta undan hótunum. Og af hverju þarf hún endilega að fara með augljósar lygar? Við vitum sannleikann og hún veit að við vitum það, svo til hvers? Einu sinni kaus ég VG bara af því ég var svo ánægður með hinn efnilega pólitíkus Svandísi Svavarsdóttur. Ég hélt í alvöru að hún myndi aldrei ljúga, síst svona blákalt og billega.“

Það var að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum um hádegisbil í dag, fimmtudag, sem Svandís var spurð að því hvort hún væri að láta undan hótunum samstarfsflokka í ríkisstjórninni með ákvörðun sinni. Hún sagði að svo væri ekki, og hún hefði raunar ekki orðið fyrir neinum þrýstingi nema þeim sem hún hefði lesið um í fjölmiðlum:

„Það væri dapurleg nálgun fagráðherra að bregðast við slíkum þrýstingi og það hef ég ekki gert. Enda hef ég ekki orðið fyrir neinum þrýstingi öðruvísi en þeim sem ég hef lesið í fjölmiðlum eins og þið.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí