Kaffistofan

Afkoma og líf launafólks

Líf launafólks í landinu. Um 200 þúsund manna hópur. Afkoma, réttindi, líðan og aðstæður.

Umsjón: Katrín Baldursdóttir

upptökur

Þættir

Kaffistofan – Jólaþáttur

Kaffistofan – Jólaþátturarrow_forward

S01 E006 — 10. des 2020

Í jólaþátt kaffistofunnar mæta fulltrúar í landsliði verkalýðshreyfingarinnar.

Hvers má launafólk vænta á næsta ári? Munu Samtök atvinnulífsins lúta í gras fyrir liði verkalýðshreyfingarinnar eða verður næsta ár vonbrigði fyrir lið launafólks? Er nýtt leikkerfi í smíðum? Það er ljóst að mikil barátta er framundan, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi. Líklega verður smápása hjá liðinu yfir hátíðirnar. Jólasteikin, konfektið og kökurnar koma við sögu í þættinum.

Kaffistofan – Bylting á vinnumarkaði

Kaffistofan – Bylting á vinnumarkaðiarrow_forward

S01 E005 — 3. des 2020

Á kaffistofunni í kvöld er rætt um hvernig störf verkalýðshreyfingarinnar breyttust nánast á einni nóttu í góðærinu fyrir hrun. Íslenskur vinnumarkaður varð allt í einu hnattvæddur og hingað streymdu útlendingar í þúsunda tali. Menn vissu ekki sitt rjúkandi ráð, eftirlitsstofnanir réðu ekki við neitt og aðbúnaður og meðferð á útlenda launafólkinu oft hrikalega slæm. Glæpastarfsemi sögðu margir. Og ennþá er verið að glíma við afleiðingarnar.

Gestir þáttarins verða þeir Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Kaffistofan – Kulnun

Kaffistofan – Kulnunarrow_forward

S01 E004 — 26. nóv 2020

Í Kaffistofunni í kvöld er fjallað um vinnuálag sem getur leitt til veikinda, kulnunar og jafnvel örorku.

Atvinnurekendur krefjast sífellt meiri afkasta. Afleiðingarnar geta orðið svo alvarlegar að fólk getur aldrei snúið aftur til vinnu. Gestir þáttarins hafa öll upplifað kulnun en það eru þau María Gunnlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur, Pétur Einarsson hagfæðingur og Ása Lind Finnbogadóttir framhaldsskólakennari.

Kaffistofan – Launaþjófnaður

Kaffistofan – Launaþjófnaðurarrow_forward

S01 E003 — 19. nóv 2020

Atvinnurekendur brjóta lög og stela af launafólki, einkum þeim sem eru veikastir fyrir eða ungt fólk og útlendingar.

Þetta er sívaxandi vandamál en viðurlög engin svo atvinnurekendur geta haldið áfram að stela eins og ekkert sé. Hjalti Tómasson vinnueftirlitsmaður og Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ASÍ mæta á Kaffistofuna til skrafs og ráðagerða.

Kaffistofan – Ungt fólk á vinnumarkaði.

Kaffistofan – Ungt fólk á vinnumarkaði.arrow_forward

S01 E002 — 12. nóv 2020

Hvernig er tekið á móti ungu fólki sem er að koma út í atvinnulífið?

Fær það upplýsingar um réttindi sín, skilur það launaseðilinn, þekkir það stéttarfélagið sitt, veit það að það borgar í stéttarfélag?
Um þetta og margt fleira verður rætt í Kaffistofunni í kvöld.

Gestir þáttarins er ungt fólk á vinnumarkaði; Heiðar Már Hildarson, 18 ára, Kristbjörg Eva Andersen Ramos, 23 ára, og Ástþór Jón Ragnheiðarson 22 ára. Hvernig var tekið á móti þeim er þau komu fyrst á vinnumarkaðinn?

Kaffistofan – Sólveig Anna og Ragnar Þór

Kaffistofan – Sólveig Anna og Ragnar Þórarrow_forward

S01 E001 — 5. nóv 2020

Nýr þáttur um afkomu og líf launafólks í landinu sem er heill her eða yfir 200 þúsund manns.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR eru fyrstu gestir Kaffistofunnar. Þau eru fulltrúar langstærstu stéttarfélaga landsins og líka fulltrúar nýrra tíma í starfi verkalýðshreyfingarinnar.

Hver eru skilaboð þeirrra til launafólks, hvernig ætla þau að auka vald verkalýðshreyfingarinnar, hverju ætla þau að breyta, hvernig ætla þau að berjast fyrir atvinnulaust fólk í kórónuveirufaldri og hvernig ætla þau að berjast fyrir öryrkja og fátækt eftirlaunafólk?

Stjórnandi þáttarins er Katrín Baldursdóttir.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí