Menntakommúnan

Sósíalíska menntakommúnan í samstarfi við Verkalýðsráð Sósíalista stendur fyrir fræðslumorgnum á sögu og mikilvægi verkalýðsbaráttunnar og aktívisma.

Væntanlegur aftur á dagskrá

Þættir

Masterclass í aktívisma – Katrín Oddsdóttir

Masterclass í aktívisma – Katrín Oddsdóttirarrow_forward

S02 E004 — 26. feb 2022

Katrín Oddsdóttir segir frá sinni baráttu fyrir Nýju stjórnarskránni og þeim réttarbótum sem hún ber með sér.

Masterclass í aktívisma – Öfgar

Masterclass í aktívisma – Öfgararrow_forward

S02 E003 — 12. feb 2022

Öfgar segja frá sinni baráttu, hvernig hópurinn varð til og hvaða aðferðum samtökin beita til að ná árangri, vernda sig og brynja. Það þarf ekki að kynna Öfga, en hópurinn hefur verið leiðandi í baráttunni gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi síðustu misserin.

Öfgar er hópur kvenna sem haft hafa mikil áhrif á hvernig tekið er á upplýsingum um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi. Þær segja sína sögu, frá sinni reynslu, hvaða áhrif baráttan hefur haft á þær sjálfar og samfélagið.

Masterclass í aktívisma – Sema Erla Serdar

Masterclass í aktívisma – Sema Erla Serdararrow_forward

S02 E002 — 29. jan 2022

Sema Erla Serdar er önnur í röð aktívista sem fræðir okkur um störf sín og baráttumál í því sem við köllum Masterclass í aktívisma. Baráttukonan fjallar helst um samtökin Solaris sem hún stofnaði, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.

Masterclass í aktívisma – Hörður Torfason

Masterclass í aktívisma – Hörður Torfasonarrow_forward

S02 E001 — 15. jan 2022

Sósíalíska menntakommúnan stendur fyrir mörgum nýjum fyrirlestrum og námskeiðum á vorönn. Það fyrsta byrjar 15. janúar og kallast Masterclass í aktivisma. Það fer þannig fram að annan hvern laugardag segir ein baráttumanneskja frá sinni baráttu, reynslu og markmiðum og hvaða áhrif baráttan hefur haft á hana sjálfa og samfélagið. Hörður Torfason, leikari, söngvaskáld og baráttumaður er fyrsti fyrirlesarinn.

Saga verkalýðshreyfingarinnar 4/4

Saga verkalýðshreyfingarinnar 4/4arrow_forward

S01 E004 — 20. nóv 2021

Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur heldur áfram námskeiðinu um sögu verkalýðshreyfingarinnar. fjórði hluti af fjórum.


Námskeiðið er á vegum Sósíalísku menntakommúnunar í samstarfi við Verkalýðsráð Sósíalista.

Saga verkalýðshreyfingarinnar 3/4

Saga verkalýðshreyfingarinnar 3/4arrow_forward

S01 E003 — 13. nóv 2021

Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur heldur áfram námskeiðinu um sögu verkalýðshreyfingarinnar. Þriðji hluti af fjórum.


Námskeiðið er á vegum Sósíalísku menntakommúnunar í samstarfi við Verkalýðsráð Sósíalista.

Saga verkalýðshreyfingarinnar 2/4

Saga verkalýðshreyfingarinnar 2/4arrow_forward

S01 E002 — 6. nóv 2021

Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur heldur áfram námskeiðinu um sögu verkalýðshreyfingarinnar. Annar hluti af fjórum.

Námskeiðið er á vegum Sósíalísku menntakommúnunar í samstarfi við Verkalýðsráð Sósíalista.

Saga verkalýðshreyfingarinnar 1/4

Saga verkalýðshreyfingarinnar 1/4arrow_forward

S01 E001 — 30. okt 2021

Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur heldur námskeið um sögu verkalýðshreyfingarinnar. Fyrsti hluti af fjórum. Mikilvægt námskeið fyrir alla sem áhuga hafa á að skilja mikilvægi stéttabaráttunnar fyrir samfélagsþróunina.

Námskeiðið er á vegum Sósíalísku menntakommúnunar í samstarfi við Verkalýðsráð Sósíalista og haldið í Bolholti 6 kl. 11:00 á laugardagsmorgnum 30. október og 6., 13. og 20. nóvember. Allir sósíalistar, verkalýðssinnar og annað áhugafólk um réttlæti og jöfnuð eru hvött til að mæta.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí