Rauður raunveruleiki

Ungir sósíalistar ræða það sem máli skiptir.

Umsjón: Karl Héðinn, Trausti Breiðfjörð og Ísabella Lena

Þættir

Rauður raunveruleiki –  Saga kapítalisma og Sósíalisma

Rauður raunveruleiki – Saga kapítalisma og Sósíalismaarrow_forward

S02 E018 — 30. maí 2022

Tjörvi Schiöth er að klára mastersnám í hugmyndasögu og stundaði áður nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Við áttum við hann gott spjall um sögu kapítalisma og sósíalisma, um efnahagskerfi og hugmyndafræði, heimsvaldastefnuna og fleira. Það er af nógu að taka! Fræðandi og skemmtilegur þáttur á Samstöðinni á mánudaginn klukkan níu.

Rauður raunveruleiki – Frumbyggjar í Panama og loftslagsváin

Rauður raunveruleiki – Frumbyggjar í Panama og loftslagsváinarrow_forward

S02 E017 — 9. maí 2022

Carmen Jóhannsdóttir hefur unnið með hjálparstarfssamtökum sem hafa aðstoðað frumbyggja sem lifa við eyjur í Panama sem eru að sökkva í sjó vegna bráðnun jökla. Carmen hefur líka unnið í „zero waste“ verkefnum og stofnaði meðal annars veitingarstað þar sem rusli er haldið í algeru lágmarki. Heyrum í Carmen og sjáum hvað er að frétta af Panama og frumbyggjunum sem lifa þar. Rauður Raunveruleiki klukkan 21 í kvöld.

Rauður Raunveruleiki – Alexandra Briem og Ragna Sigurðardóttir

Rauður Raunveruleiki – Alexandra Briem og Ragna Sigurðardóttirarrow_forward

S02 E016 — 22. apr 2022

Alexandra Breim frá Pírötum og Ragna Sigurðardóttir frá Samfylkingunni setjast inn í stúdíó Rauðs raunveruleika. Við ræðum bankasöluna og spyrjum þær út í stefnu flokkanna fyrir komandi kosningar.

Rauður Raunveruleiki – Hallfríður Þórarinsdóttiir: Málfar, elítismi, stéttir

Rauður Raunveruleiki – Hallfríður Þórarinsdóttiir: Málfar, elítismi, stéttirarrow_forward

S02 E015 — 11. apr 2022

Í kvöld ætlum við að ræða málfar og tengsl þess við stétta- og virðingarstöðu á Íslandi. Hvernig fólk er stimplað úr umræðunni fyrir að tala ekki “nógu góða” íslensku eða fallbeygir ekki hlutina 100% rétt. Þetta á við um fólk af erlendum uppruna en líka um Íslendinga sem koma úr lægri stéttum. Þar er annað orðalag notað en hjá þeim hærri settu.

Gestur kvöldsins er Hallfríður Þórarinsdóttir. Hún er menningarmannfræðingur og skrifaði doktorsritgerð sem heitir: “Purity and Power: The Policy of Purism in Icelandic Nationalism and National Identity.” Við ræðum við hana um inntak þessarar ritgerðar, sem fjallar um hvernig stefnan um “hreinleika” hefur mótað þjóðarvitund Íslendinga. Út frá því tökum við umræðu um málfar og hvernig það getur hólfað fólk í mismunandi virðingarstiga og stéttir innan þjóðfélagsins.

Rauður Raunveruleiki – Rasísk ummæli, nýjust fréttir og Thomas Sankara

Rauður Raunveruleiki – Rasísk ummæli, nýjust fréttir og Thomas Sankaraarrow_forward

S02 E014 — 4. apr 2022

Í rauðum raunveruleika dagsins byrja Trausti Breiðfjörð og Karl Héðinn á umræðu um helstu fréttir og atburði helgarinnar. Rasísk ummæli Sigurðar Inga, viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur og hvar við erum stödd sem þjóðfélag í kjölfar sölu á Íslandsbanka sem rússnesk stjórnvöld myndu verða stolt af. Olígarkar að teygja arma sína um allt samfélagið á sama tíma og verðlaunablaðamenn liggja undir yfirheyrslum útsendara Samherja.

Síðan ræða þeir Thomas Sankara, sem var forseti Burkina Faso frá 1983 þar til hann var myrtur fjórum árum seinna. Hann var hugsjónarmaður sem tileinkaði sér marxísk gildi. Ekkert er svart og hvítt í sögunni en hann er enn í dag gríðarlega vinsæll í landinu, og margir líta hlýjum augum til baka á valdatíð hans.

Rauður raunveruleiki – Ólafur Dýrmundsson: Loftslagsmál og fæðuöryggi

Rauður raunveruleiki – Ólafur Dýrmundsson: Loftslagsmál og fæðuöryggiarrow_forward

S02 E013 — 1. apr 2022

Karl ræðir við Ólaf Dýrmundsson um fæðuöryggi, matvælaöryggi, loftslagsmál, ESB og margt fleira.

Rauður Raunveruleiki – Sanna Magdalena: Kosningaáherslur

Rauður Raunveruleiki – Sanna Magdalena: Kosningaáherslurarrow_forward

S02 E012 — 28. mar 2022

Kynnumst stefnumálum Sósíalista í sveitarstjórnarkosningunum. Hvað er til ráða, hvað liggur mest á að laga og hvað er því til fyrirstöðu?

Rauður Raunveruleiki – Blaz Roca

Rauður Raunveruleiki – Blaz Rocaarrow_forward

S02 E011 — 25. mar 2022

Í kvöld verður skrúfað frá skoltinum á Erpi Eyvindarsyni. Hann mætir í Rauðan raunveruleika og segir okkur til syndanna. Erum við ungir sósíalistar nógu róttækir? Er kominn tími á heykvíslar? Mun óhjákvæmilega sverfa til stáls við auðvaldið? Höllum okkur aftur. Það er föstudagur og leyfum Blaz Roca að segja hlutina eins og þeir eru.

Rauður Raunveruleiki – Róttækur vinstri vængur Svíþjóðar

Rauður Raunveruleiki – Róttækur vinstri vængur Svíþjóðararrow_forward

S02 E010 — 21. mar 2022

Við fáum til okkar Nicole Voigt frá Ung Vänster í Rauðum raunveruleika kvöldsins. Hvað er í gangi á róttæka vinstri væng Svíþjóðar? Hvernig geta ungliðahreyfingar haft áhrif? Kynnumst málunum í Svíþjóð í þætti kvöldsins.

Viðtalið fer fram á ensku.

Rauður raunveruleiki – Yanis Varoufakis: The Red Reality of Global Capitalism

Rauður raunveruleiki – Yanis Varoufakis: The Red Reality of Global Capitalismarrow_forward

S02 E009 — 18. mar 2022

Tonight we have a very special guest. Yanis Varoufakis is an ex Greek minister of finance, an economist, and a politician. In February 2016 he launched the Democracy in Europe Movement 2025 (DiEM25) and he also took a great part in founding the Progressive International alongside many progressive politicians, economists, and activists. The Progressive International has been described as a „common blueprint for an International New Deal, a progressive New Bretton Woods“.

We talk to Yanis about the state and direction of our world, how we can influence things for the better and what we should be striving for.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí