Rauður raunveruleiki

Ungir sósíalistar ræða það sem máli skiptir.

Umsjón: Karl Héðinn Kristjánsson, Aníta Da Silva Bjarnadóttir og Oliver Axfjörð Sveinsson!

Þættir

Rauður raunveruleiki – Kúgun vesturlanda og Palestína: Heimsvaldastefnan og arfleið hennar

Rauður raunveruleiki – Kúgun vesturlanda og Palestína: Heimsvaldastefnan og arfleið hennararrow_forward

S03 E028 — 27. nóv 2023

Í Rauðum raunveruleika í kvöld munum við kanna hvernig Sameinuðu þjóðirnar hafa brugðist Palestínu og fleiri löndum sem hafa orðið fyrir og eru að verða fyrir kúgun og ofbeldi Vesturlandanna.

Standa Bandaríkin í alvöru með mannréttindum?

Hver er þessi „rule based order“ eins og Bandaríkjamenn segja og hvernig birtist hún okkur í alvörunni?

Af hverju kemst Ísrael upp með stórfelld mannréttindabrot, stríðsglæpi og brot á alþjóðalögum og hvað er þetta svokallaða alþjóðlega samfélag?

Þátturinn er í umsjón Anítu Da Silva Bjarnadóttur, Hálfdan Árna Jónssonar og Karls Héðins Kristjánssonar.

Rauður raunveruleiki – Dygðasiðfræði. Konfúsíus og heimurinn í dag / Geir Sigurðsson

Rauður raunveruleiki – Dygðasiðfræði. Konfúsíus og heimurinn í dag / Geir Sigurðssonarrow_forward

S03 E027 — 20. nóv 2023

Geir Sigurðsson er heimspekingur og prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands.

Í þættinum munum við fjalla um dygðasiðfræðikerfi Konfúsíusar, um dygðasiðfræði almennt og hvernig slík heimspeki hefur haft áhrif á heiminn. Hvað segir Konfúsíus um stjórnmálafólk, mennskuna og um menntun?

Red reality – Neoliberalism and Soviet nostalgia in Georgia / Bakar Berekashvili

Red reality – Neoliberalism and Soviet nostalgia in Georgia / Bakar Berekashviliarrow_forward

S03 E026 — 11. nóv 2023

Bakar Berekashvili is Professor of Political Science and Sociology at the Georgian American University in Tbilisi. His research and teaching interests include qualitative research, critical sociology, Marxist thought in ‘Actually existing Socialism’, post-socialist politics and society, Soviet Union (life and social order), ruling class under capitalism, problems of democracy, social & political theory, political sociology, ideology, nationalism, and politics of memory.

In Red reality tonight Tjörvi Sciöth and Karl Héðinn will interview Bakar on his research into neoliberalism and „Soviet nostalgia“ in Georgia

Red reality – Free Palestine / Muhammed Alkurd

Red reality – Free Palestine / Muhammed Alkurdarrow_forward

S03 E025 — 16. okt 2023

Í þessum þætti fjöllum við um neyðarástandið í Ísrael – Palestínu og gefum samhengi við það sem á undan hefur gengið. Þúsundir manna hafa dáið á síðustu dögum í grimmum árásum Ísraelshers sem reglulega rekur fólk frá landinu sínu, drepandi marga, og neyðir þau inn í risavaxna útifangelsið Gaza.

Þátturinn og viðtalið eru á ensku.

Rauður raunveruleiki – Ungir Umhverfissinnar / Finnur Ricart Andrason

Rauður raunveruleiki – Ungir Umhverfissinnar / Finnur Ricart Andrasonarrow_forward

S03 E024 — 9. okt 2023

Í kvöld fáum við til okkar Finn Ricart Andrason, forseta Ungra Umhverfissinna. Við munum ræða um veðurfarsbreytingar, vistkerfin, útblástur Íslands á koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum og um það hver ábyrgð einstaklinga er, á móti ábyrgð stórra fyrirtækja og ríkisstjórna.

Þátturinn er í umsjón Anítu Da Silva Bjarnadóttur, Karls Héðnis Kristjánssonar og Olivers Axfjörð Sveinssonar.

Rauður raunveruleiki – Félagslegt réttlæti á heimsvísu

Rauður raunveruleiki – Félagslegt réttlæti á heimsvísuarrow_forward

S03 E023 — 2. okt 2023

Í Rauðum raunveruleika í kvöld ræðum við heimsmálin með Júlíusi Valdimarssyni.

G77+ ráðstefnan átti sér stað síðastliðinn september þar sem fulltrúar 80% jarðarbúa kölluðu eftir nýrri heimskipan í efnahagsmálum. Við ætlum að ræða húmanisma og hreyfingu húmanisma, baráttuna fyrir réttlátari heimskipan, sögu baráttunnar og framtíðina.

Þáttastjórnendur kvöldsins eru Anita Da Silva Bjarnadóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Oliver Axfjörð Sveinsson.

Rauður raunveruleiki – Mannúðarkrísa / Morgane Priet-Mahéo

Rauður raunveruleiki – Mannúðarkrísa / Morgane Priet-Mahéoarrow_forward

S03 E022 — 26. sep 2023

Það er mannúðarkrísa á Íslandi. Stjórnvöld hafa einbeittan brotavilja gagnvart börnum og fullorðnum á flótta og vilja láta almenning halda að flóttafólkið sé sérstakt vandamál fyrir hagkerfið og velferðarkerfið. Þetta er kolrangt og svívirðilegt bull sem örvæntingarfullt auðvald reynir að sannfæra okkur um til að færa athyglina frá sjálfu sér. Á sama tíma eru öryrkjar látnir bíta í það súra, velferðarkerfin hnigna og eru einkavædd og þeim freku, sterku og siðlausu er gefið endalaust færi á að svína á almenningi.

Til þess að ræða þessi mál með okkur höfum við fengið til okkar Morgane Priet-Mahéo frá samtökunum Réttindi barna á flótta. Hún hefur verið í fremstu víglínu að hjálpa því flóttafólki sem auðvaldið vill skrýmslavæða svo almenningur horfi á það frekar en sig sjálft.

Þátturinn er í umsjón Karl Héðins Kristjánssonar og Oliver Axfjörð Sveinssonar

Rauður raunveruleiki – Efnahagspólitík og fátækt / Sanna Magdalena Mörtudóttir

Rauður raunveruleiki – Efnahagspólitík og fátækt / Sanna Magdalena Mörtudóttirarrow_forward

S03 E021 — 18. sep 2023

Í Rauðum raunveruleika í kvöld kemur borgarfulltrúi okkar og ungi sósíalistinn Sanna Magdalena Mörtudóttir. Við ræðum um borgarmálin, fátækt, velferð og efnahagspólitík meirihlutans í Reykjavík.

Á morgun munu Sósíalistar í borginni leggja til að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði leiðréttir frá síðustu lækkun sem varð í Covid-faraldrinum. Hækkunin yrði ekki nema um 0,05% en myndi skila borginni um 500 milljónum króna yfir næsta ár.

Þátturinn er í umsjón Anítu Da Silva Bjarnadóttur, Karls Héðins Kristjánssonar og Olivers Axfjarðar Sveinssonar

Rauður raunveruleiki – ADHD, kapítalismi og samráð stórfyrirtækja

Rauður raunveruleiki – ADHD, kapítalismi og samráð stórfyrirtækjaarrow_forward

S03 E020 — 11. sep 2023

Ungir sósíalistar og vinir ræða atburði og umræðu síðustu vikna, mögulega ofbeitingu ADHD-lyfja, afleiðingar útlendingafrumvarpsins, samráð stórfyrirtækjanna og spillingu kapítalismans. Þátturinn er í umsjón Karls Héðins Kristjánssonar og Anítu Da Silva Bjarnadóttur. Trausti Breiðfjörð Magnússon og Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir verða gestir kvöldsins

Rauður raunveruleiki: Vestur – Afríka og heimsvaldastefnan

Rauður raunveruleiki: Vestur – Afríka og heimsvaldastefnanarrow_forward

S03 E019 — 21. ágú 2023

Oliver Axfjörð og Karl Héðinn snúa aftur með Rauðan raunveruleika í kvöld og segja frá atburðum síðastliðinna ára í Vestur-Afríku. Nýlega var valdarán í Níger en það var bara nýjasta valdaránið í röð atburða sem er að breyta örlögum svæðisins og kannski allrar Afríku.

Í vestrænum fjölmiðlum er okkur sagt að valdaránið sé hræðileg þróun en við fáum minna að heyra um hvernig heimsvaldastefnan hefur haldið þessum þjóðum í sárri fátækt enn þann dag í dag á meðan vestræn fyrirtæki stórgræða á auðlindum og neyð fólks í Vestur-Afríku.

Við munum fjalla um útflutning þessara þjóða á gulli og öðrum auðlindum, gögn sem sýna fram á hversu svakalega þessar þjóðir eru arðrændar. Við munum skoða sögu Búrkínó Fasó og byltinguna þar sem átti sér stað árið 1983 en lauk með morðinu á leiðtoga byltingarinnar, Thomas Sankara, árið 1987. Forseti Búrkína Fasó segist í dag vilja ganga í spor hans og forsætisráðherrann nýi hefur sagt að landið muni stefna í nýja átt, í anda byltingar Sankara, áttina sem þjóðin vildi fara en heimsvaldastefnan neitaði þeim.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí