Rauður raunveruleiki

Ungir sósíalistar ræða það sem máli skiptir.

Umsjón: Karl Héðinn, Trausti Breiðfjörð og Ísabella Lena

Rauður raunveruleiki –  Saga kapítalisma og Sósíalisma

Rauður raunveruleiki – Saga kapítalisma og Sósíalismaarrow_forward

S02 E018 — 30. maí 2022

Tjörvi Schiöth er að klára mastersnám í hugmyndasögu og stundaði áður nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Við áttum við hann gott spjall um sögu kapítalisma og sósíalisma, um efnahagskerfi og hugmyndafræði, heimsvaldastefnuna og fleira. Það er af nógu að taka! Fræðandi og skemmtilegur þáttur á Samstöðinni á mánudaginn klukkan níu.

Rauður raunveruleiki – Frumbyggjar í Panama og loftslagsváin

Rauður raunveruleiki – Frumbyggjar í Panama og loftslagsváinarrow_forward

S02 E017 — 9. maí 2022

Carmen Jóhannsdóttir hefur unnið með hjálparstarfssamtökum sem hafa aðstoðað frumbyggja sem lifa við eyjur í Panama sem eru að sökkva í sjó vegna bráðnun jökla. Carmen hefur líka unnið í „zero waste“ verkefnum og stofnaði meðal annars veitingarstað þar sem rusli er haldið í algeru lágmarki. Heyrum í Carmen og sjáum hvað er að frétta af Panama og frumbyggjunum sem lifa þar. Rauður Raunveruleiki klukkan 21 í kvöld.

Rauður Raunveruleiki – Alexandra Briem og Ragna Sigurðardóttir

Rauður Raunveruleiki – Alexandra Briem og Ragna Sigurðardóttirarrow_forward

S02 E016 — 22. apr 2022

Alexandra Breim frá Pírötum og Ragna Sigurðardóttir frá Samfylkingunni setjast inn í stúdíó Rauðs raunveruleika. Við ræðum bankasöluna og spyrjum þær út í stefnu flokkanna fyrir komandi kosningar.

Rauður Raunveruleiki – Hallfríður Þórarinsdóttiir: Málfar, elítismi, stéttir

Rauður Raunveruleiki – Hallfríður Þórarinsdóttiir: Málfar, elítismi, stéttirarrow_forward

S02 E015 — 11. apr 2022

Í kvöld ætlum við að ræða málfar og tengsl þess við stétta- og virðingarstöðu á Íslandi. Hvernig fólk er stimplað úr umræðunni fyrir að tala ekki “nógu góða” íslensku eða fallbeygir ekki hlutina 100% rétt. Þetta á við um fólk af erlendum uppruna en líka um Íslendinga sem koma úr lægri stéttum. Þar er annað orðalag notað en hjá þeim hærri settu.

Gestur kvöldsins er Hallfríður Þórarinsdóttir. Hún er menningarmannfræðingur og skrifaði doktorsritgerð sem heitir: “Purity and Power: The Policy of Purism in Icelandic Nationalism and National Identity.” Við ræðum við hana um inntak þessarar ritgerðar, sem fjallar um hvernig stefnan um “hreinleika” hefur mótað þjóðarvitund Íslendinga. Út frá því tökum við umræðu um málfar og hvernig það getur hólfað fólk í mismunandi virðingarstiga og stéttir innan þjóðfélagsins.

Rauður Raunveruleiki – Rasísk ummæli, nýjust fréttir og Thomas Sankara

Rauður Raunveruleiki – Rasísk ummæli, nýjust fréttir og Thomas Sankaraarrow_forward

S02 E014 — 4. apr 2022

Í rauðum raunveruleika dagsins byrja Trausti Breiðfjörð og Karl Héðinn á umræðu um helstu fréttir og atburði helgarinnar. Rasísk ummæli Sigurðar Inga, viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur og hvar við erum stödd sem þjóðfélag í kjölfar sölu á Íslandsbanka sem rússnesk stjórnvöld myndu verða stolt af. Olígarkar að teygja arma sína um allt samfélagið á sama tíma og verðlaunablaðamenn liggja undir yfirheyrslum útsendara Samherja.

Síðan ræða þeir Thomas Sankara, sem var forseti Burkina Faso frá 1983 þar til hann var myrtur fjórum árum seinna. Hann var hugsjónarmaður sem tileinkaði sér marxísk gildi. Ekkert er svart og hvítt í sögunni en hann er enn í dag gríðarlega vinsæll í landinu, og margir líta hlýjum augum til baka á valdatíð hans.

Rauður raunveruleiki – Ólafur Dýrmundsson: Loftslagsmál og fæðuöryggi

Rauður raunveruleiki – Ólafur Dýrmundsson: Loftslagsmál og fæðuöryggiarrow_forward

S02 E013 — 1. apr 2022

Karl ræðir við Ólaf Dýrmundsson um fæðuöryggi, matvælaöryggi, loftslagsmál, ESB og margt fleira.

Rauður Raunveruleiki – Sanna Magdalena: Kosningaáherslur

Rauður Raunveruleiki – Sanna Magdalena: Kosningaáherslurarrow_forward

S02 E012 — 28. mar 2022

Kynnumst stefnumálum Sósíalista í sveitarstjórnarkosningunum. Hvað er til ráða, hvað liggur mest á að laga og hvað er því til fyrirstöðu?

Rauður Raunveruleiki – Blaz Roca

Rauður Raunveruleiki – Blaz Rocaarrow_forward

S02 E011 — 25. mar 2022

Í kvöld verður skrúfað frá skoltinum á Erpi Eyvindarsyni. Hann mætir í Rauðan raunveruleika og segir okkur til syndanna. Erum við ungir sósíalistar nógu róttækir? Er kominn tími á heykvíslar? Mun óhjákvæmilega sverfa til stáls við auðvaldið? Höllum okkur aftur. Það er föstudagur og leyfum Blaz Roca að segja hlutina eins og þeir eru.

Rauður Raunveruleiki – Róttækur vinstri vængur Svíþjóðar

Rauður Raunveruleiki – Róttækur vinstri vængur Svíþjóðararrow_forward

S02 E010 — 21. mar 2022

Við fáum til okkar Nicole Voigt frá Ung Vänster í Rauðum raunveruleika kvöldsins. Hvað er í gangi á róttæka vinstri væng Svíþjóðar? Hvernig geta ungliðahreyfingar haft áhrif? Kynnumst málunum í Svíþjóð í þætti kvöldsins.

Viðtalið fer fram á ensku.

Rauður raunveruleiki – Yanis Varoufakis: The Red Reality of Global Capitalism

Rauður raunveruleiki – Yanis Varoufakis: The Red Reality of Global Capitalismarrow_forward

S02 E009 — 18. mar 2022

Tonight we have a very special guest. Yanis Varoufakis is an ex Greek minister of finance, an economist, and a politician. In February 2016 he launched the Democracy in Europe Movement 2025 (DiEM25) and he also took a great part in founding the Progressive International alongside many progressive politicians, economists, and activists. The Progressive International has been described as a „common blueprint for an International New Deal, a progressive New Bretton Woods“.

We talk to Yanis about the state and direction of our world, how we can influence things for the better and what we should be striving for.

Rauður raunveruleiki  – Júlíus K. Valdimarsson

Rauður raunveruleiki – Júlíus K. Valdimarssonarrow_forward

S02 E008 — 7. mar 2022

Í þætti kvöldsins fáum við til okkar Júlíus K. Valdimarsson húmanista og friðarsinna. Júlíus hefur trú á byltingu mannsins og á auknu samstarfi á milli fólks og þjóðarhópa.

Völd ættu að vera færð niður í grunn þjóðfélagsins! Við ræðum við Júlíus um húmanisma, sögu stefnunnar, þáttöku hans í henni og framtíð mannkynsins!

Rauður raunveruleiki – Atli Þór Fanndal

Rauður raunveruleiki – Atli Þór Fanndalarrow_forward

S02 E007 — 21. feb 2022

Í Rauðum Raunveruleika í kvöld fáum við til okkar Atla Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Atli hefur áður starfað sem blaðamaður hjá Kvennablaðinu, DV, Reykjavík vikublaðin auk BBC, The Telegraph, CBC og Der Freitag svo dæmi séu tekin. Atli ætlar að tala við okkur um spillingu, störf hans hjá Transparency International og um stöðu frjálsar fjölmiðlunar á Íslandi. Fylgist með á Samstöðinni.

Þátturinn er í umsjón Karl Héðins Kristjánssonar og Trausta Breiðfjörð Magnússonar.

Rauður raunveruleiki – Auðlindin okkar, óréttlæti kvótakerfisins

Rauður raunveruleiki – Auðlindin okkar, óréttlæti kvótakerfisinsarrow_forward

S02 E006 — 14. feb 2022

Í Rauðum Raunveruleika kvöldsins ræðum við við Þórólf Júlian Dagsson um auðlindina okkar, fiskinn í sjónum og misskiptinguna og óréttlætið sem hefur skapast í úthlutun kvóta og veiðiheimilda.

Hvað hefur þetta kerfi leitt af sér síðan það var búið til á áttunda áratugnum?

Rauður Raunveruleiki – Fjölmiðlar, útskúfun og auðvald.

Rauður Raunveruleiki – Fjölmiðlar, útskúfun og auðvald.arrow_forward

S02 E005 — 7. feb 2022

“Slaufunarmenning/Cancel culture” hefur mikið verið í umræðunni síðustu misserin. Er ekki alvarlegasta slaufunarmenningin að eiga sér stað undir auðvaldinu og afskiptum þess á frelsi fólks til að gagnrýna það? Mörg dæmi um fólk sem hafa misst lífsviðurværi sín á því að tjá sjálfsagðar skoðanir sínar. Þetta og fleiri mál verða rædd í Rauða Raunveruleika kvöldsins.

Rauður Raunveruleiki – Viðar Þorsteinsson – Verkalýðsbaráttan

Rauður Raunveruleiki – Viðar Þorsteinsson – Verkalýðsbaráttanarrow_forward

S02 E004 — 31. jan 2022

Karl Héðinn og Trausti Breiðfjörð fá Karl Héðinn og Trausti Breiðfjörð fá fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar til sín. Þeir ræða verkalýðsmál, stjórnmál og hvað sé í vændum á næstunni í kjarabaráttu almennings., fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar til sín. Þeir ræða verkalýðsmál, stjórnmál og hvað sé í vændum á næstunni í kjarabaráttu almennings.

Ungir sósíalistar

Ungir sósíalistararrow_forward

S02 E003 — 24. jan 2022

Í Rauðum Raunveruleika kvöldsins fáum við nokkra unga sósíalista til okkar að ræða um félagsstarf, sósíalisma, pólitíska þátttöku og fleira. Í kvöld koma til okkar Atli Gíslason formaður Ungra Sósíalista (Roði), Agni Freyr varaformaður Roða, Kristbjörg Eva Andersen Ramos formaður samfélagsmiðlanefndar Roða og Kjartan Svein Guðmundsson, ungt hugsjónafólk allt! Skemmtilegur þáttur framundan, fylgjist með í umsjón Karls Héðins Kristjánssonar.

Neysluhyggja, samfélag og andleg sjálfshálp

Neysluhyggja, samfélag og andleg sjálfshálparrow_forward

S02 E002 — 17. jan 2022

Í Rauðum Raunveruleika í kvöld verður talað um skaðsemi neyslusamfélagsins og „öld sjálfsins“ í því samhengi. Ræðum mikilvægi meðvitaðar neyslu og meðvitundar almennt, skoðum öflugar núvitundar og öndunaraðferðir sem sporna gegn ýmsum andlegum og líkamlegum lífsstíls sjúkdómum nútímans.

Davíð Þór – Var Jesús sósíalisti?

Davíð Þór – Var Jesús sósíalisti?arrow_forward

S02 E001 — 10. jan 2022

Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju sest með þeim Trausta Breiðfjörð og Karli Héðni og ræðir gamalt álitamál: Var Jesús Kristur sósíalisti?

Sósíalismi varð náttúrlega ekki til fyrr en löngu eftir að Jesús var krossfestur, en má samt finna líkindi með boðskap hans og erindi sósíalista síðustu tæpar tvær aldir? Á sósíalisminn kannski rætur í fagnaðarerindi Jesús? Með hverjum myndi Jesús standa í dag; valdinu eða hinum kúguðu? Er hægt að boða kristni en samt styðja kapítalismann? Hvers vegna blessa prestar stjórnvöld alla sunnudaga? Davíð mun svara þessum og mörgum öðrum knýjandi spurningum, af alkunnri mælsku og sannfæringarkrafti.

Sanna Magdalena

Sanna Magdalenaarrow_forward

S01 E003 — 20. des 2021

Sanna Magdalena Mörtudóttir kemur í Rauðan raunveruleika og segir okkur hvernig það er að vinna í borgarráði, hvernig það kom til og hvernig dagleg störf ganga fyrir sig. Af hverju kostar 120.000 krónur að hafa börn í áskrift að strætó? Hvernig getur slíkt gerst í borgarstjórn félagshyggjuflokka? Þetta og ýmislegt fleira í Rauðum raunveruleika í kvöld.

Raunveruleiki stjórnmála

Raunveruleiki stjórnmálaarrow_forward

S01 E002 — 6. des 2021

Trausti Breiðfjörð og Karl Héðinn ræða raunveruleika stjórnmála samtímans, pólitíska tómhyggju og þá óskýru framtíðarsýn sem stjórnmálin virðast bjóða upp á.

Sósíalismi?

Sósíalismi?arrow_forward

S01 E001 — 15. nóv 2021

Ísabella Lena, Trausti Breiðfjörð og Karl Héðinn velta fyrir sér sósíalisma, blóðugri sögu CIA í Suður-Ameríku og hvernig við getum í alvöru aukið frelsi einstaklinga.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí