Rauður raunveruleiki

Ungir sósíalistar ræða það sem máli skiptir.

Umsjón: Karl Héðinn Kristjánsson, Aníta Da Silva Bjarnadóttir og Oliver Axfjörð Sveinsson!

Þættir

Rauður raunveruleiki – Skattkerfið og pólitíska hagkerfi sjávarútvegsins

Rauður raunveruleiki – Skattkerfið og pólitíska hagkerfi sjávarútvegsinsarrow_forward

S03 E018 — 28. júl 2023

Í Rauðum raunveruleika í kvöld fáum við til okkar Indriða Þorláksson í spjall um skattkerfið og pólitíska hagkerfi sjávarútvegsins. Indriði er hagfræðingur og hefur starfað í mörgum í fjármálaráðuneytinu og víðar ásamt því að hafa verið ríkisskattstjóri á árunum 1999 til 2006.

Við ætlum að læra af Indriða um þróun skattbyrðarinnar, hvernig hún hefur breyst undanfarna áratugi og hvað þurfi að gera til að bæta stöðuna. Við viljum líka velta fyrir okkur arðsemi sjávarútvegsins, hvernig henni skipt. Hversu mikið er að fara til þjóðarinnar og hversu mikið til eigendanna? Þetta og fleira áhugavert í Rauðum raunveruleika í kvöld á Samstöðinni klukkan 17:30

Rauður raunveruleiki – Austurstækkun Nató, Tjörvi Schiöth

Rauður raunveruleiki – Austurstækkun Nató, Tjörvi Schiötharrow_forward

S03 E017 — 26. júl 2023

Í Rauðum raunveruleika í kvöld ræðum við við Tjörva Schiöth sagnfræðing um austurstækkun Nató. Hvernig vesturveldin lofuðu Sovétríkjunum að Nató yrði ekki stækkað „eina tommu“ austur og hvað gerðist síðan í kjölfarið.

Rauður raunveruleiki – Barbie, endurvinnsla og allt þar á milli

Rauður raunveruleiki – Barbie, endurvinnsla og allt þar á milliarrow_forward

S03 E016 — 24. júl 2023

Ungir sósíalistar fá til sín gesti og ræða um Barbie, endurvinnslu, ásamt ýmsu sem er að gerast í veröldinni. Og hvaða kommúnista er Jón Gunnarsson að tala um?

Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir varaborgarfulltrúi Pírata, Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi Sósíalista, Sunna Dögg Ágústsdóttir ungur sósíalisti og starfsmaður Þroskahjálpar og Marsí Thoroddsen ungur sósíalisti og maóisti eru með okkur í setti

Rauður raunveruleiki – Lindarhvoll ehf, greinargerð Sigurðar

Rauður raunveruleiki – Lindarhvoll ehf, greinargerð Sigurðararrow_forward

S03 E015 — 21. júl 2023

Í Rauðum raunveruleika kvöldsins köfum við í grein setts ríkisendurskoðenda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvol. Greininni var nýlega lekið af Sigurði sjálfum og þingkonu Pírata Þórhildi Sunnu. Sigríður grípur til þessarar ráða því enginn annar farvegur virtist honum opinn til að koma grein sinni út, grein sem hann skilaði Alþingi árið 2018.

Í þættinum förum við í efni greinarinnar, útskýrum hvað Lindarhvoll er og hvað grein Sigurðar segir. Þetta er fyrsti þátturinn af nokkrum þar sem við munum skoða málefni Lindarhvols og pólitíkina á bak við það. Umsjónarmenn þáttarins eru Karl Héðinn Kristjánsson og Oliver Axfjörð Sveinsson.

Rauður raunveruleiki – Þróun skattbyrðarinnar, stéttaskipting og sérhagsmunir

Rauður raunveruleiki – Þróun skattbyrðarinnar, stéttaskipting og sérhagsmunirarrow_forward

S03 E014 — 14. júl 2023

Í Rauðum raunveruleika í kvöld ætlum við að fjalla um breytingar á skattkerfinu og hagkerfi Íslands og annarra Vesturlanda á undanförnum áratugum. Hvernig skattbyrðin hefur aukist hlutfallslega á milli- og lágtekjuhópum en hríðfallið fyrir þau allra ríkustu. Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Karl Héðinn Kristjánsson og Oliver Axfjörð Sveinsson.

Rauður raunveruleiki – Baráttan fyrir strandveiðum

Rauður raunveruleiki – Baráttan fyrir strandveiðumarrow_forward

S03 E013 — 13. júl 2023

Í Rauðum raunveruleika í kvöld ræðum við við strandveiðisjómenn um baráttuna fyrir réttinum til að sækja sjóinn. Strandveiði var nýlega stöðvuð vegna þess að ekki var gefinn nægur kvóti inn í kerfið. Veiðin á að standa í 48 daga, frá 1. maí er til 31. ágúst, og tók það mikla baráttu að fá þetta fram, en undanfarin ár hefur veiðin verið stöðvuð löngu áður en tímabilið á að klárast. Vegna þessa hefur Strandveiðifélagið boðað til mótmæla næstkomandi laugardag. Við ætlum að spjalla við strandveiðisjómenn um baráttu þeirra fyrir að fá að fiska sjóinn og fræðast um eðli strandveiðanna, af hverju þær eru umhverfisvænni en veiðar á stærri skipum og hversvegna strandveiði getur verið svona félagslega farsæl fyrir okkur sem samfélag.

Í þáttinn koma Kjartan Sveinsson formaður Strandveiðifélagsins, Guðlaugur Jónasson strandveiðimaður og Rut Sigurðardóttir strandveiðikona. Hún gerði heimildarmynd um strandveiði sem kemur út á næstunni og ber nafnið „SKULD”.

Rauður Raunveruleiki – Dr. Helgu Sif Friðjónsdóttur; Skaðaminnkun og geðheilbrigði

Rauður Raunveruleiki – Dr. Helgu Sif Friðjónsdóttur; Skaðaminnkun og geðheilbrigðiarrow_forward

S03 E012 — 26. jún 2023

Í Rauðum Raunveruleika í dag fær Oliver til sín Dr. Helgu Sif Friðjónsdóttur, Sérfræðing í geðhjúkrun, sem meðal annars hefur fengið fálkaorðuna fyrir starf sitt á vegum skaðaminnkunar og geðheilbrigði. Fjallað verður um skaðaminnkun, afglæpavæðingu, úrræði og stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi.

Rauður raunveruleiki – Baráttan fyrir réttlæti; Bandaríkin og Bretland

Rauður raunveruleiki – Baráttan fyrir réttlæti; Bandaríkin og Bretlandarrow_forward

S03 E011 — 24. jún 2023

Í Rauðum raunveruleika kvöldsins fjöllum við um forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum sem ráðandi öfl sameinast um að halda niðri. Við fjöllum um Robert Francis Kennedy Jr, Marianne Williamson og Dr. Cornel West og hvernig fjölmiðlaumfjöllun um þessa frambjóðendur fer fram. Við sýnum myndbönd úr fjölmiðlum og bita úr viðtölum við þessa frambjóðendur og ræðum um innihald og samhengi þess sem fer þar fram

Þættinum er stýrt af Oliveri Axfjörð Sveinssyni, sem er nýr þáttarstjórnandi hjá Rauðum raunveruleika, ásamt Karli Héðni Kristjánssyni. Við fengum til okkar þá Sæþór Benjamín Randalsson og Trausta Breiðfjörð Magnússon en Sæþór ólst upp í Bandaríkjunum og getur sagt okkur frá sinni upplifun og þekkingu þaðan.

Við fjöllum líka um hvernig Jeremy Corbyn var bolað frá völdum innan Enska Verkamannaflokksins en Al Jazeera komst yfir gögn í fyrra sem sýna fram á hnitmiðaða herferð innan flokksins sem olli því að honum var bolað út.

Hvað þýðir þetta allt saman fyrir baráttuna um réttlátari heim?

Rauður raunveruleiki – Fjölmiðlaskot frá hrunsárunum og frameftir, hvað í?

Rauður raunveruleiki – Fjölmiðlaskot frá hrunsárunum og frameftir, hvað í?arrow_forward

S03 E010 — 15. jún 2023

Rauður raunveruleiki snýr aftur með ungum sósíalistum, í þætti kvöldsins ætlum við að skoða skot úr fjölmiðlum frá hrunsárunum og eftir þau. Hverjir voru panamaprinsarnir? Hvað gerði Davíð Oddson? Hvar er nýja stjórnarskráin okkar? Hvað þýðir það að stjórnmálamenn taki ábyrgð?

Þetta og margt fleira í Rauðum raunveruleika kvöldsins með Karli Héðni Kristjánssyni, Oliveri Axfjörð Sveinssyni, Kristbjörgu Evu Andersen Ramos og borgarafulltrúanum okkar Trausta Breiðfjörð Magnússyni.

Rauður raunveruleiki – Ofbeldismenning og uppeldisfræði / Sindri Viborg

Rauður raunveruleiki – Ofbeldismenning og uppeldisfræði / Sindri Viborgarrow_forward

S03 E009 — 26. apr 2023

Sindri Viborg er kennaranemi og formaður Tourette-samtakanna á Íslandi. Hann hefur einbeitt sér að því að rannsaka einelti og hvernig ofbeldi getur birst í skólakerfinu okkar. Hvað er það sem veldur einelti og ofbeldi? Við veltum fyrir okkur hvernig væri mögulega hægt að rækta upp menningu sem getur betur tekist á við ofbeldi og uppsprettur þess.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí