Rauður raunveruleiki

Ungir sósíalistar ræða það sem máli skiptir.

Umsjón: Karl Héðinn, Trausti Breiðfjörð og Ísabella Lena

Þættir

Rauður raunveruleiki  – Júlíus K. Valdimarsson

Rauður raunveruleiki – Júlíus K. Valdimarssonarrow_forward

S02 E008 — 7. mar 2022

Í þætti kvöldsins fáum við til okkar Júlíus K. Valdimarsson húmanista og friðarsinna. Júlíus hefur trú á byltingu mannsins og á auknu samstarfi á milli fólks og þjóðarhópa.

Völd ættu að vera færð niður í grunn þjóðfélagsins! Við ræðum við Júlíus um húmanisma, sögu stefnunnar, þáttöku hans í henni og framtíð mannkynsins!

Rauður raunveruleiki – Atli Þór Fanndal

Rauður raunveruleiki – Atli Þór Fanndalarrow_forward

S02 E007 — 21. feb 2022

Í Rauðum Raunveruleika í kvöld fáum við til okkar Atla Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Atli hefur áður starfað sem blaðamaður hjá Kvennablaðinu, DV, Reykjavík vikublaðin auk BBC, The Telegraph, CBC og Der Freitag svo dæmi séu tekin. Atli ætlar að tala við okkur um spillingu, störf hans hjá Transparency International og um stöðu frjálsar fjölmiðlunar á Íslandi. Fylgist með á Samstöðinni.

Þátturinn er í umsjón Karl Héðins Kristjánssonar og Trausta Breiðfjörð Magnússonar.

Rauður raunveruleiki – Auðlindin okkar, óréttlæti kvótakerfisins

Rauður raunveruleiki – Auðlindin okkar, óréttlæti kvótakerfisinsarrow_forward

S02 E006 — 14. feb 2022

Í Rauðum Raunveruleika kvöldsins ræðum við við Þórólf Júlian Dagsson um auðlindina okkar, fiskinn í sjónum og misskiptinguna og óréttlætið sem hefur skapast í úthlutun kvóta og veiðiheimilda.

Hvað hefur þetta kerfi leitt af sér síðan það var búið til á áttunda áratugnum?

Rauður Raunveruleiki – Fjölmiðlar, útskúfun og auðvald.

Rauður Raunveruleiki – Fjölmiðlar, útskúfun og auðvald.arrow_forward

S02 E005 — 7. feb 2022

“Slaufunarmenning/Cancel culture” hefur mikið verið í umræðunni síðustu misserin. Er ekki alvarlegasta slaufunarmenningin að eiga sér stað undir auðvaldinu og afskiptum þess á frelsi fólks til að gagnrýna það? Mörg dæmi um fólk sem hafa misst lífsviðurværi sín á því að tjá sjálfsagðar skoðanir sínar. Þetta og fleiri mál verða rædd í Rauða Raunveruleika kvöldsins.

Rauður Raunveruleiki – Viðar Þorsteinsson – Verkalýðsbaráttan

Rauður Raunveruleiki – Viðar Þorsteinsson – Verkalýðsbaráttanarrow_forward

S02 E004 — 31. jan 2022

Karl Héðinn og Trausti Breiðfjörð fá Karl Héðinn og Trausti Breiðfjörð fá fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar til sín. Þeir ræða verkalýðsmál, stjórnmál og hvað sé í vændum á næstunni í kjarabaráttu almennings., fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar til sín. Þeir ræða verkalýðsmál, stjórnmál og hvað sé í vændum á næstunni í kjarabaráttu almennings.

Ungir sósíalistar

Ungir sósíalistararrow_forward

S02 E003 — 24. jan 2022

Í Rauðum Raunveruleika kvöldsins fáum við nokkra unga sósíalista til okkar að ræða um félagsstarf, sósíalisma, pólitíska þátttöku og fleira. Í kvöld koma til okkar Atli Gíslason formaður Ungra Sósíalista (Roði), Agni Freyr varaformaður Roða, Kristbjörg Eva Andersen Ramos formaður samfélagsmiðlanefndar Roða og Kjartan Svein Guðmundsson, ungt hugsjónafólk allt! Skemmtilegur þáttur framundan, fylgjist með í umsjón Karls Héðins Kristjánssonar.

Neysluhyggja, samfélag og andleg sjálfshálp

Neysluhyggja, samfélag og andleg sjálfshálparrow_forward

S02 E002 — 17. jan 2022

Í Rauðum Raunveruleika í kvöld verður talað um skaðsemi neyslusamfélagsins og „öld sjálfsins“ í því samhengi. Ræðum mikilvægi meðvitaðar neyslu og meðvitundar almennt, skoðum öflugar núvitundar og öndunaraðferðir sem sporna gegn ýmsum andlegum og líkamlegum lífsstíls sjúkdómum nútímans.

Davíð Þór – Var Jesús sósíalisti?

Davíð Þór – Var Jesús sósíalisti?arrow_forward

S02 E001 — 10. jan 2022

Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju sest með þeim Trausta Breiðfjörð og Karli Héðni og ræðir gamalt álitamál: Var Jesús Kristur sósíalisti?

Sósíalismi varð náttúrlega ekki til fyrr en löngu eftir að Jesús var krossfestur, en má samt finna líkindi með boðskap hans og erindi sósíalista síðustu tæpar tvær aldir? Á sósíalisminn kannski rætur í fagnaðarerindi Jesús? Með hverjum myndi Jesús standa í dag; valdinu eða hinum kúguðu? Er hægt að boða kristni en samt styðja kapítalismann? Hvers vegna blessa prestar stjórnvöld alla sunnudaga? Davíð mun svara þessum og mörgum öðrum knýjandi spurningum, af alkunnri mælsku og sannfæringarkrafti.

Sanna Magdalena

Sanna Magdalenaarrow_forward

S01 E003 — 20. des 2021

Sanna Magdalena Mörtudóttir kemur í Rauðan raunveruleika og segir okkur hvernig það er að vinna í borgarráði, hvernig það kom til og hvernig dagleg störf ganga fyrir sig. Af hverju kostar 120.000 krónur að hafa börn í áskrift að strætó? Hvernig getur slíkt gerst í borgarstjórn félagshyggjuflokka? Þetta og ýmislegt fleira í Rauðum raunveruleika í kvöld.

Raunveruleiki stjórnmála

Raunveruleiki stjórnmálaarrow_forward

S01 E002 — 6. des 2021

Trausti Breiðfjörð og Karl Héðinn ræða raunveruleika stjórnmála samtímans, pólitíska tómhyggju og þá óskýru framtíðarsýn sem stjórnmálin virðast bjóða upp á.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí