Rauður raunveruleiki

Ungir sósíalistar ræða það sem máli skiptir.

Umsjón: Karl Héðinn Kristjánsson, Aníta Da Silva Bjarnadóttir og Oliver Axfjörð Sveinsson!

Þættir

Rauður raunveruleiki – Saga Nató frá 1990 / Tjörvi Schiöth

Rauður raunveruleiki – Saga Nató frá 1990 / Tjörvi Schiötharrow_forward

S03 E008 — 23. apr 2023

Í Rauðum raunveruleika kvöldsins höldum við áfram með Tjörva Schiöth að fjalla um sögu NATO. Í síðasta þætti var fjallað um Kalda stríðið (1945 – 1990), en í þessum þætti verður litið á tímabilið eftir lok Kalda stríðsins 1990 fram til dagsins í dag. Við reynum að einblína á þá hluta sögunnar sem hafa ekki fengið mikla athygli í meginstraumsfjölmiðlum eða almennum söguskýringum, en sú mynd sem hefur verið dregin upp fyrir okkur er mjög hvítþvegin og reynt hefur verið að sópa mörgum óþægilegum staðreyndum undir teppið.

Í þessum þætti verður farið yfir breytt hlutverk NATO eftir lok Kalda stríðsins, ótal hernaðaríhlutanir Bandaríkjanna og NATO síðan 1990, sviðsett valdarán í öðrum ríkjum víða um heim, heimsvaldastefnu Bandaríkjanna, sprengjuherferðina gegn Serbíu 1999, “regime change” stríð gegn Írak 2003 og Líbýu 2011, notkun hættulegra vopna eins og klasasprengna og skerts úraníum, “stríðið gegn hryðjuverkum”, drónahernaðurinn um allan heim, pyndingar-prógrammið í “CIA black sites”, Guantanamo Bay og Abu Ghraib og fleira.

Rauður raunveruleiki – Náttúruvernd / Árni Finnsson

Rauður raunveruleiki – Náttúruvernd / Árni Finnssonarrow_forward

S03 E007 — 19. apr 2023

Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtakanna og hefur í langan tíma barist fyrir náttúrunni. Náttúruverndarsamtökin hafa beitt sér og beita sér enn fyrir hálendisþjóðgarði og margskyns annari náttúruvernd. Við ræddum við hann um umhverfismálin í víðum skilningi, um orkuskiptin, fiskeldi og fleira.

Árni gaf nýlega út grein á Heimildinni sem segir frá nýjum rannsóknum sem benda til þess að kolefnisjöfnun stórfyrirtækjanna sé ekki raunveruleg. Nýleg rannsókn leiðir í ljós að 90% af þeim heimildum sem hefur verið vottað fyrir séu ekki raunverulega að kolefnisjafna. Þátturinn er liður í syrpu Rauðs raunveruleika um umhverfismál, fylgist með á Samstöðinni í kvöld!

Rauður raunveruleiki – Saga Nató / Tjörvi Schiöth

Rauður raunveruleiki – Saga Nató / Tjörvi Schiötharrow_forward

S03 E006 — 17. apr 2023

Sagan er ekki alltaf öll eins og hún sýnist. Í Rauðum raunveruleika kvöldsins köfum við í raunverulega sögu Nató með Tjörva Schiöth, förum yfir aðstæður heimsins við stofnun Nató, tilgangur Nató og veltum fyrir okkur kjarnorkusprengjum, kalda stríðinu, hergagnaiðnaðinum (military-industrial complex eða hernaðarlegur Keynesianismi), samskiptum ríkja og ofbeldi og stríði.

Oft er talað um að Nató sé varnarbandalag en aðildarríki Nató eru langt frá því að vera saklaus um stríðsglæpi og aðra glæpi gegn mannkyninu. Og eftir fall Sovétríkjanna má kannski segja að Nató hafi orðið að grímulausara herveldi.

Rauður raunveruleiki – Blái herinn og umhverfið okkar / Tómas J. Knútsson

Rauður raunveruleiki – Blái herinn og umhverfið okkar / Tómas J. Knútssonarrow_forward

S03 E005 — 27. mar 2023

Blái herinn hefur týnt plast við strendur Íslands og á landi og hafa þau týnt á þeim 28 árum sem þau hafa starfað gífurlegt magn af plasti sem væri annars ennþá á reiki í náttúrunni og sjónum.

Tómas J. Knútsson er stofnandi Bláa hersins en ferðalag hans byrjaði þar sem hann var að kafa við Íslandsstrendur og sá allt það magn plasts sem hafði safnast upp víðsvegar um landið, við bryggjur og allsstaðar annarsstaðar. Við tókum gott spjall við Tómas um Bláa herinn, störf þeirra og umhverfismál í víðara samhengi.

Rauður raunveruleiki – One year since the invasion of Ukraine

Rauður raunveruleiki – One year since the invasion of Ukrainearrow_forward

S03 E004 — 21. feb 2023

Á föstudaginn næstkomandi er liðið eitt ár frá innrás Rússa í Úkraínu. Stríðið hefur haft hræðilegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina alla og það er engin friður í sjónarmáli. Í kvöld ræðum við við tvo einstaklinga sem fæddust í Rússlandi og eru að skipuleggja mótmæli gegn stríðinu á föstudaginn næsta fyrir utan Rússneska Sendiráðið við Túngötu 24 klukkan 17:30.

María Guindess kom til Íslands í Mars síðastliðnum eftir að stríðið braust út og hefur hún vakið athygli á því hvernig Pútín og ríkisstjórn hans hafa framleitt samþykki fyrir stríðið og ráðist að þeim borgaréttindum fólks sem eftir eru í Rússlandi. Andrei Menshenin er einn skipuleggjanda mótmælanna föstudagsins næsta og er líka frá Rússlandi. Við munum velta fyrir okkur stöðunni í Rússlandi og í stríðinu, afleiðingar þess og orsakir.

Þátturinn er á ensku.

Red reality – special broadcast – Protests!/Mótmæli!

Red reality – special broadcast – Protests!/Mótmæli!arrow_forward

S03 E003 — 10. feb 2023

Í sérstakri útgáfu Rauðs Raunveruleika tala Karl Héðinn Kristjánsson og Trausti Breiðfjörð Magnússon við tvo félaga Eflingar, þá Ian Mcdonald og Sæþór Benjamín Randalsson um sameiginlega baráttu þeirra fyrir betri kjörum og mannvirðingu.

Við ætlum að heyra frá þeim hvernig verkfallsvarslan hefur gengið, hverjar hugsanir þeirra eru um þróun mála varðandi hlutdræga tillögu Ríkissáttasemjara og áfrýjun Eflingar til Landsréttar. Við munum líka ræða um það hvað sé til ráða, hvernig getur verkafólk barist fyrir kjörum sínum og mannvirðingu á gagnlegan hátt og hvernig getum við, sem erum ekki í verkfalli eins og er, hjálpað félögum Eflingar í baráttu þeirra fyrir réttlæti og mannhelgi

Rauður raunveruleiki – Fellum útlendingafrumvarpið

Rauður raunveruleiki – Fellum útlendingafrumvarpiðarrow_forward

S03 E002 — 26. jan 2023

Fellum útlendingafrumvarpið er grasrótarhópur sem berst fyrir því að Alþingi og ríkisstjórnin felli rasíska útlendingafrumvarpið. Þau Aníta Sóley Þórðardóttir, Askur Hrafn Hannesson og Íris Björk Ágústsdóttir settust hjá okkur og sögðu okkur frá frumvarpinu, mótmæla aðgerðum þeirra gegn því og yfirlýsingar ungliðahreyfinganna og ýmisa mannréttindasamtaka um frumvarpið. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að brjóta á mannréttindum

Rauður Raunveruleiki – Samninganefnd Eflingar / Eflings’ Negotiation Committee

Rauður Raunveruleiki – Samninganefnd Eflingar / Eflings’ Negotiation Committeearrow_forward

S03 E001 — 11. jan 2023

Í Rauðum Raunveruleika í kvöld ræðum við við þrjá meðlimi samninganefndar Eflingar, þau Sæþór, Melissu og Reynaldo. Þau hafa verið partur af samningaferlinu og starfi Eflingar og komu að segja okkur frá því hvernig starfið og bárátta þeirra lýsir sér. Viðtalið er á ensku.

In Red Reality tonight we will be speaking to three members of Eflings’ negotiation committee. Sæþór, Melissa and Reynaldo. They have been directly involved in the negotiation process and came to tell us about their experiences in the union and their mutual class struggle. The interview is in english.

Rauður raunveruleiki: Jóhann Páll Jóhannsson

Rauður raunveruleiki: Jóhann Páll Jóhannssonarrow_forward

S02 E032 — 9. nóv 2022

Í Rauðum raunveruleika kvöldsins ræðum við við þingmannin Jóhann Pál um stöðu Samfylkingarinnar og um ríkisfjármál, sósíalisma, spillingu og umhverfismál svo eitthvað sé nefnt. Jóhann var áður blaðamaður hjá Stundinni og hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan á síðasta ári.

Rauður raunveruleiki: Karl og Kjartan taka stöðuna

Rauður raunveruleiki: Karl og Kjartan taka stöðunaarrow_forward

S02 E031 — 31. okt 2022

Karl Héðinn og Kjartan Sveinn taka stöðuna. Hvað er að gerast í framboðskjöri sjálfstæðismanna? Nýr forseti í Brasilíu, nýr formaður Samfylkingar og eftirspurn eftir olíu (og þáttum frá okkur) heldur áfram að aukast.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí