Sósíalistar allra landa

Rætt við sósíalista og róttækt fólk um allan heim um það sjálft, baráttu þess, þær hreyfingar sem það starfar innan og mat þeirra á stöðu hinnar sósíalísku baráttu á 21. öldinni.

Upptökur

Þættir

Sósíalistar allra landa – Alex N. Press

Sósíalistar allra landa – Alex N. Pressarrow_forward

S01 E004 — 23. feb 2022

Barist í Bandaríkjunum

Viðar Þorsteinsson ræðir við Alex N. Press blaðakonu um verkalýðsbaráttu í Bandaríkjunum. Þau ræða m.a. um nýlegar tilraunir til að stofna verkalýðsfélög í vöruhúsum Amazon og á kaffihúsum Starbucks, en ræða líka vítt og breitt um merka sögu verkalýðsbaráttunnar í Bandaríkjunum sem hefur oft verið hörð og þurft á brattann að sækja. Lesa má fróðleg skrif Alex um verkalýðsmál á vef Jacobin Magazine og víðar.

Þátturinn er á ensku.

Sósíalistar allra landa – Adam Fishwick

Sósíalistar allra landa – Adam Fishwickarrow_forward

S01 E003 — 26. jan 2022

Kosningasigur í Chile

Í Sósíalistum allra landa ræðir Viðar Þorsteinsson við Adam Fishwick stjórnmálafræðing um kosningasigur hins unga vinstrimanns Gabriel Boric í forsetakosningum í Chile í lok síðasta árs. Farið er yfir sögu vinstrisins í Chile eftir að valdatíð Augosto Pinochet lauk árið 1990, stúdentamótmælin 2011-2013 þar sem Boric steig fram sem leiðtogi, hræringar á vinstrivæng stjórnmála í Chile síðan þá, og fleira. Missið ekki af skemmtilegu spjalli um stjórnmál og samfélagsþróun í Chile!

Sósíalistar allra landa – Gorm Gunnarsen

Sósíalistar allra landa – Gorm Gunnarsenarrow_forward

S01 E002 — 19. jan 2022

Enedslisten í Kaupmannahöfn

Guðmundur Auðunsson ræðir við Gorm Gunnarsen um Enhedslisten og fleira.

Í þessari þáttaröð verður rætt við sósíalista og róttækt fólk um allan heim um það sjálft, baráttu þess, þær hreyfingar sem það starfar innan og mat þeirra á stöðu hinnar sósíalísku baráttu á 21. öldinni.

Viðtalið fer fram á ensku.

Sósíalistar allra landa – Mímir Kristjánsson

Sósíalistar allra landa – Mímir Kristjánssonarrow_forward

S01 E001 — 12. jan 2022

Hjá Rødt í Noregi

Í kvöld byrjar ný syrpa á Samstöðinni, Sósíalistar allra landa, en í henni verður rætt við fólk um allan heim um hina sósíalísku baráttu, stéttabaráttu og verkalýðsbaráttu, um sósíalismann innan fjármálavædds kapítalisma og ægivalds auðvaldsins og um framtíð sósíalismans á 21. öldinni.

Fyrsti gesturinn er Mímir Kristjánsson, en hann er nýkjörinn þingmaður Rødt í Noregi, var borgarfulltrúi flokksins í Stavangri, fréttastjóri á hinu róttæka blaði Klassekampen, formaður Rød ungdom og Attac í Noregi auk þess að hafa skrifað bækur og verið virkur í samfélagsumræðunni. Faðir Mímis er er Kristján Guðlaugsson sem áður fyrr var hugmyndafræðingur KSML hér heima á áttunda áratugnum.

Viðtalið fer fram á ensku.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí