Bandarískir embættismenn staðfesta að hungursneið sé skollin á Gaza – Börn dáin og deyjandi úr hungri

Hungursneið ríkir nú á hlutum Gaza-strandar, og er yfirvofandi víðar. Þetta staðfesti framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Bandaríkjanna, Samantha Power, í gær. Fram til þessa hafa bandarískir embættismenn og hjálparstofnanir varað við því að hungursneið væri yfirvofandi á svæðinu en þetta er í fyrsta skipti fulltrúi bandarískra stjórnvalda staðfestir að svo sé þegar orðið. 

Talið er líklegt að yfirlýsing Power muni setja frekari þrýsting á Bandaríkjastjórn um að hemja hernaðarstuðning við Ísrael. Æðstu embættismenn Bandaríkjanna, og þar á meðal Joe Biden forseti, hafa sagt ísraelskum kollegum sínum að þeir verði að gera betur þegar kemur að hinni skelfilegu stöðu mannúðarmála á Gaza, ellegar eiga á hættu að missa stuðning Bandaríkjanna. 

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, sagði á þriðjudag að Ísraelar hefður skuldbundið sig til að auka verulega við mannúðaraðstoða á Gaza-ströndinni og hefðu hafið aðgerðir í þá veru. Það sem skipti hins vegar máli væru alvöru, varanlegar aðgerðir í þeim efnum og myndi Bandaríkjastjórn fylgjast mjög náið með framvindu mála næstu daga. 

„Það er svo, já,“

Samantha Power. framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Bandaríkjanna, um að hungursneið sé þegar ríkjandi á Gaza

Á þingnefndarfundi síðastliðinn miðvikudag spurði þingmaður Demókrataflokksins, Joaquin Castro, Power út í frétt HuffPost um skeyti Þróunarsamvinnustofnunarinnar, þar sem varað var við því að hungursneið væri líklega þegar orðin að veruleika á Gaza. Spurði Castro hvort að líkur væru á að hlutar Gazastrandar, einkum norðurhlutinn, liðu nú þegar hungursneið. „Það er svo, já,“ svaraði Power. 

Hún bætti við að vannærð börn á norðurhluta Gaza væru nú eitt af hverjum þremur börnum. Matvælaaðstoð bærist ekki í nægilegu magni til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi hungursneið í suðurhlutanum og börn væru nú þegar dáin og deyjandi í norðurhlutanum. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí