Ellefu börn látin eftir árásir Ísraela á flóttamannabúðir

Að minnsta kostir 13 Palestínumenn eru látnir eftir loftárásir ísraelska flughersins á Maghazi flóttamannabúðirnar á Gaza í gærkvöldi. Sjö börn eru meðal hinna látnu. Þá eru hátt á þriðja tug særð eftir árásina. Sjónarvottar lýsa því að Ísraelar hafi gert ítrekaðar árásir á flóttamannabúðirnar. 

Þá voru sjö Palestínumenn, þar af fjögur börn, drepin í loftárásum á Yabna flóttamannabúðirnar í Rafah í gær. 

Ísraelski herinn hefur látið sprengjum rigna yfir aðskilin svæði á Gazaströnd meira og minna allan síðasta sólarhring. Hefur sprengjuregnið einkum beinst að íbúabyggð. Þannig sprengdi Ísraelsher upp íbúðarhús norðanvert í Gazaborg og gerðu frekari loft- og stórskotaliðsárásir á borgina. Í Tuffah hverfinu létust að minnsta kostir átta í loftárásum í gær. Í Nusseirat flóttamannabúðunum var skotið á fjölmörg hús. Manntjón þar er óljóst en vitað er að fjölmargir eru særðir. Norður af búðunum gerði herinn einnig loftárásir og drap þrjá og særði tugi. Stórfelldar loftárásir voru gerðar á Khan Yunis borg og sex eru látnir þar.

Tala látinna í árásarstríði Ísraela á Gaza nálgast nú 34 þúsund manns og hátt í 77 þúsund eru særðir. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí