Að minnsta kostir 13 Palestínumenn eru látnir eftir loftárásir ísraelska flughersins á Maghazi flóttamannabúðirnar á Gaza í gærkvöldi. Sjö börn eru meðal hinna látnu. Þá eru hátt á þriðja tug særð eftir árásina. Sjónarvottar lýsa því að Ísraelar hafi gert ítrekaðar árásir á flóttamannabúðirnar.
Þá voru sjö Palestínumenn, þar af fjögur börn, drepin í loftárásum á Yabna flóttamannabúðirnar í Rafah í gær.
Ísraelski herinn hefur látið sprengjum rigna yfir aðskilin svæði á Gazaströnd meira og minna allan síðasta sólarhring. Hefur sprengjuregnið einkum beinst að íbúabyggð. Þannig sprengdi Ísraelsher upp íbúðarhús norðanvert í Gazaborg og gerðu frekari loft- og stórskotaliðsárásir á borgina. Í Tuffah hverfinu létust að minnsta kostir átta í loftárásum í gær. Í Nusseirat flóttamannabúðunum var skotið á fjölmörg hús. Manntjón þar er óljóst en vitað er að fjölmargir eru særðir. Norður af búðunum gerði herinn einnig loftárásir og drap þrjá og særði tugi. Stórfelldar loftárásir voru gerðar á Khan Yunis borg og sex eru látnir þar.
Tala látinna í árásarstríði Ísraela á Gaza nálgast nú 34 þúsund manns og hátt í 77 þúsund eru særðir.