Ljóst að RÚV vildi þagga niður skýrt lögbrot: „Einhvern tíma hefur farið fram opinber rannsókn“

Það stefnir ekki í að ákvörðun stjórnenda RÚV um að sýna í Kveik eftir allt þátt Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu muni lægja öldur. Svo virðist sem það sé nokkuð útbreidd skoðun að þátturinn sýni að fréttanef stjórnenda sé verulega stíflað, í skásta falli. Aðrir telja ljóst að þarna hafi mistekist að stinga óþægilegri frétt í skúffu, og það í þágu þeirra sem stýra borginni. Einn þeirra er hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson, en hann skrifar:

„Nú er kominn á netið Kastljósþáttur sem yfirstjórn RÚV vildi hindra sýningar á með orðum um að fréttamaðurinn sem gerði þættina, María Sigrún Hilmarsdóttir, væri ekki til þess hæf að gera svona fréttaþætti. Henni bæri frekar að sinna starfi þular sem segði fréttir án þess að stjórna gerð þeirra. Eftir að málið hafði komið til umfjöllunar opinberlega komst RÚV ekki hjá því að setja þáttinn á dagskrá Kastljóss og var hann sýndur 6. maí. „

Jón Steinar endursegir svo efni þáttarins sem Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, taldi ekki eiga erindi til almennings. Eðlilega setur Jón Steinar efnið í samhengi við landslög. „Og hvað kemur í ljós? Um er að ræða lóðir í Reykjavík sem hafa hýst bensínstöðvar olíufélaganna undanfarin ár á grundvelli lóðarleigusamninga við Reykjavíkurborg til ákveðins tíma. Leigutími a.m.k 5 þessara leigusamninga er útrunninn. Fái leigutakar ekki samninga um framlengingu þeirra til óbreyttrar nýtingar ber þeim skylda til að afhenda lóðirnar til eiganda þeirra, leigusalans Reykjavíkurborgar. Þá er þeim auðvitað skylt að fjarlægja öll mannvirki á lóðunum, svo sem hús sín og eldsneytistanka sem þar eru í jörðu, að unfanskildum 5 tilvikum þar sem eru ákvæði um svonefndan uppkaupsrétt, þ.e. að leigusala beri að greiða leigutaka matsverð nannvirkja á viðkomandi lóð,“ segir Jón Steinar og heldur áfram:

„Við brottför olíufélaganna fær leigusalinn, Reykjavíkurborg, lóðirnar í hendur. Þegar samningsbundinn leigutími fasteignar rennur út gengur fasteignin auðvitað aftur til leigusalans án þess að fyrri leigutaki njóti nokkurs forgangs til áframhaldandi leigu, hvort sem er til óbreyttrar nýtingar eða nýtingar í samræmi við nýtt skipulag sem Reykjavíkurborg kann að gera. Getur borgin þá nýtt þær til skipulags undir íbúðabyggð sem gefur af sér leigugjald sem mun nema milljörðum króna. Við slíka nýtingu lóðanna ber borginni auðvitað skylda til að bjóða þær út og gefa öðrum aðilum, sem kunna að vilja nýta þær að fengnu nýju skipulagi, t.d. til íbúðabygginga, kost á að gera tilboð í byggingarréttinn á lóðunum.“

Jón Steinar það alveg ljóst að María Sigrún hafi í gærkvöldi verið að greina frá lögbroti Reykjavíkurborgar. „Í fréttaskýringarþætti Maríu Sigrúnar, sem RÚV var þvingað til að sýna, kom í ljós ótrúleg ráðstöfun borgarinnar á þessum lóðum. Fyrri leigutakar, olíufélögin, fengu lóðirnar afhentar endurgjaldslaust undir íbúðabyggð, án þess að öðrum væri gefinn kostur á að bjóða í þær. Með þessu háttalagi voru félögunum afhent verðmæti úr hendi borgarinnar sem nema milljörðum króna,“ segir Jón Steinar og kallar eftir opinberi rannsókn, og þá ekki síst anga þess í Efstaleiti.

„Þetta er ekkert annað en rakið hneyksli. Er fjallað um þessa atburði á framúrskarandi upplýsandi og hlutlausan hátt í þætti Maríu Sigrúnar. M.a er þar sýnt ítarlegt viðtal við fyrrverandi borgarstjóra og honum gefinn kostur á að skýra út háttsemi þáverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er ótrúlegt að stjórnendur RÚV skuli ekki hafa viljað sýna þessa þætti. Er það virkilega tilfellið að þessi ríkisstofnun hafi viljað leyna þessari hneykslanlegu málsmeðferð fyrir almenningi?

Það er vitaskuld refsiverð háttsemi ef opinberir aðilar afhenda einkaaðilum verðmæti sín, eða öllu heldur almennings, án þess að fá fyrir þau viðeigandi verðmæti. Einhvern tíma hefur farið fram opinber rannsókn af minna tilefni.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí