Lögregla sökuð um harðræði og píratar biðja um rannsókn

„Nei, ástandið var ekki komið á það stig,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður pírata sem varð vitni að því að lögregla sprautaði piparúða í gærkvöld á mótmælendur fyrir framan þinghúsið, spurður hvort nauðsynlegt hafi verið hjá laganna vörðum að grípa til aðgerðanna.

„Fólk var að hlýða fyrirmælum og bakka undan lögreglu þegar úða var beitt,“ segir Andrés Ingi.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður varð vitni að mótmælunum eins og Andrés Ingi og segir ekkert réttlæta gjörðir lögreglu. Piparúða hafi verið beitt af hreinni hentisemi.

„Lögreglan var að víkja fólki frá innkeyrslu í bílakjallara þingsins. Fólk var að bakka frá á eðlilegum bakkhraða – rétt rúmlega það ef eitthvað er og það sést vel á upptökum og lögreglan lætur bara vaða með piparúðann,“ segir Björn Leví.

„Þetta bætist í safnið frá síðustu mótmælum. Við vorum að biðja um frumkvæðisrannsókn á þessu,“ segir Björn Leví.

Maður í hópi mótmælenda sem Samstöðin hefur rætt við segir enga leið fyrir lögreglu að verja beitingu piparúðans.

„Harðræði og ekkert annað,“ segir hann. Ekki hafi verið neinn ófriður áður en lögreglumaður sprautaði úr brúsa sínum.

Á myndum og myndskeiðum sem hafa birst á Instagram verður ekki séð að lögreglunni eða öðru fólki hafi verið ógnað.

Bjarni Benediktsson hefur sagt í samtali við Morgunblaðið um fyrri mótmælin við Skuggasund á dögunum þar sem fjöldi fólks fékk piparúða í augun, að hvergi í hinum Vest­ræna heimi yrði það látið óátalið að mót­mæl­end­ur vörnuðu því að ráðherr­ar kæm­ust til og frá rík­is­stjórn­ar­fundi. Sá sem ekki hlýði fyrirmælum lögreglu gangi ekki fram með friðsælum hætti.

Sjá myndskeið hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí