VG-liðið snúið niður og auðmýkt enn frekar

Þingmaður stjórnarandstöðunnar sem Samstöðin hefur rætt við segir augljóst að VG hafi „verið snúið niður og auðmýkt enn frekar“ af Sjálfstæðisflokknum í svokölluðu lagareldisfrumvarpi sem ekki verður afgreitt sem lög á þessu þingi.

Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki samþykkja annað en „hlægilega lágar sektir“ á erlend fyrirtæki sem brjóta af sér. Sem sæti furðu í ljósi þess að erlend fyrirtæki stundi  stórskaðlegt eldi í opnum sjókvíum sem líffræðingar vilja að linni eins og skot.

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir í samtali við Vísi að tillögur VG um sektarupphæðir hafi verið „gríðarlega háar“ eða fimmhundruð milljónir.

Verðmætamat þingmanna er áhugavert í ljósi áætlaðs hundraða milljarða króna hagnaðar fiskeldisfyrirtækja sem komast upp með starfsemi hér sem engin önnur lönd myndu líða – að ekki sé nefnt tjón á lífríki í samhengi við sektargreiðslur – eyðilegging íslenska laxastofnsins er raunhæf sviðismynd í þeim efnum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí