Hiti við Rauða borðið

Töluverður hiti kom í samtal nýjasta þáttar Þingsins við Rauða borðið í umsjón Björns Þorlákssonar blaðamanns. Gestir þáttarins voru Sanna Magdalenda Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks Fólksins.

Spjallið byrjaði á rólegri nótum en um miðbik þáttarins hóf Inga reiðilestur í samtali um lög og reglur.

Þáttastjórnandinn hafði orð á þeirri nýlegu tilhneigingu á að lögregluvæða samfélagið og nefndi nýlega atburði varðandi harkalega meðferð lögreglu gegn mótmælendum og þá nýlundu að Bjarni Benediktsson ferðist nú um með lífverði sér við hlið. Ráðherrar hafi þannig mætt á Samstöðina í viðtöl með öryggisverði sér til fylgdar.

Sanna og Björn Leví voru bæði sammála því að aukin harka og óþörf valdbeiting lögreglu gegn friðsamlegum mótmælum væri þannig mikið áhyggjuefni.

„Haldiði í alvörunni að þetta sé sprottið upp úr engu? Ég trúi varla á hvað ég er að hlusta hérna.,“ sagði Inga.

Hún hélt fram að Ísland í dag væri gjörbreytt samfélag. „Við erum að heyra á hverjum einasta degi að einhver er stunginn í hálsinn, í kviðinn, einhvers staðar“, sagði Inga. Gjörbreytingin sé slík að „lögreglumenn séu í stórkostlegri hættu“.

Það þarf vart að nefna að fólk er ekki stungið á hverjum degi á Íslandi, það eru miklar ýkjur í Ingu.

Þá vísaði Inga í mótmælin á nýlegum eldhúsdegi þingsins, þar sem lögregla gekk hart fram gegn mótmælendum og sagði mótmælendur ætla sér að grýta bíla þingmanna. Björn Leví spurði hana strax, „hverjir ætluðu að grýta bílana?“ Inga hafði ekki svör við því heldur vísaði í atvik frá því í vetur og sagði bíl Diljár Mistar hafa verið grýttan. „Snjóbolta já“, sagði Björn Leví.

Þá tók Inga fram atvikið frá því í vetur þegar að maður í örvæntingu sinni hékk fram af svölunum á Alþingi til að mótmæla brottvísunum flóttafólks.

„Þarna erum við að fá einstakling hangandi upp á svölum og annað slíkt“.

„Ég segi bara fyrir mína parta, ég vil finna fyrir öryggi. Ég vil virkilega gefa lögreglunni allt það umboð sem mögulega hægt er svo mér líði vel í samfélaginu hér, með þessa piparúða sína og slíkt“, sagði Inga og ýjaði svo að því að það væri „lítil vörn gegn byssum“, sem aftur tengdist röksemd hennar á engan hátt. Borgaraleg réttindi gegn ofríki lögregluvalds eru einskis nýt ef marka mátti málflutning Ingu, því öryggistilfinning hennar væri þeim ofar sett.“

Hér má horfa og hlusta á þáttinn í heild sinni;

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí