Kristinn Hrafnsson skrifaði:
Ísland var fyrst norræna ríkja og raunar fyrst Vestur-Evrópuríkja til að viðurkenna Palestínu. Þetta var fyrir hálfum öðrum áratug eða 2011. Í dag hafa 3/4 allra ríkja heims bæst á þennan lista. Á dögunum tilkynnti Albanese, forsætisráðherra Ástralíu að hans ríkisstjórn myndi stíga þetta skref í næsta mánuði þar sem Bretland, Frakkland og Kanada bætast að líkindum í hópinn líka.
Ísland á að vera í forystu en slefast ekki á eftir öðrum ríkjum, þá og því aðeins að það þyki algerlega hættulaust. Þegar kemur að mannréttindum á þetta sérstaklega við. Þar eigum við að sýna sóma okkar í frumkvæði.
Nú, þegar ekki nokkrum hugsandi manni dettur í hug lengur að malda í móinn og lýsa yfir efasemdum um að þjóðarmorð er yfirstandandi á Gaza, verður að grípa til tafarlausra aðgerða.
Þórhildur Sunna bendir hér á eina leið. Að ganga í Haag hópinn er sterk yfirlýsing. Ísland yrði fyrst ríkja Vestur-Evrópu og fyrst norrænna ríkja til að stíga þetta skref.
Það er ekki eftir neinu að bíða.
Áskrift