Umdeildar skuldareglur Evrópusambandsins verða teknar til endurskoðunar í næsta mánuði. Reglunum er ætlað að halda heildarskuldum í hlutfalli við landsframleiðslu í eða undir 60%. Reynslan hefur sýnt að reglur sem halda aftur af sveigjanleika fjárlaga draga úr viðnámsþrótti hagkerfa og framlengja kreppum.
Ríkisstjórnir Evrópusambandsins huga nú að að fjárlögum ársins 2024 sem bera þarf undir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til samþykktar. Tilslakanir á skuldareglum verða kærkomnar en 16 af 29 aðildarríkjum voru yfir skuldahámarkinu í lok síðasta árs. þ.á.m. Þýskaland sem hefur barist hvað harðast fyrir skilyrðunum sem mörgum þykja of ströng. Þýsk hagstjórn hefur í gegnum tíðina byggt á miklum viðskiptaafgangi en nú glímir þjóðin við gríðarlegar hækkanir á innfluttri orku. Slíkur viðsnúningur gæti breytt afstöðu Þjóðverja.
Í cóvid faraldrinum voru reglurnar teknar úr sambandi, líkt og gert var á Íslandi, er í lögum um opinber fjármál eru ríkisjsóði settar þröngar skorður. Þær skorður draga í raun úr slagkrafti opinbera stofnana og draga úr viðnámsþrótti hagkerfisins. Boðað hefur verið að reglurnar verði aftur settar á í Evrópu með einu eða öðru móti þó þær hafi verið framlengdar eftir innrás Pútins.
Ótal atlögur hafa áður verið gerðar að því að aðlaga skuldareglurnar að raunveruleika aðildarríkjanna. Hingað til hafa breytingarnar verið þýðingarlitlar og viðræður um stærri breytingar strandað á mótstöðu Þýskalands og „hina fimm nísku“ (e. frugal five); Finland, Danmörk, Svíþjóð, Holland, Austurríki.
Nýlegar rannsóknir sýna að ekkert skýrt samhengi er á milli hagvaxtar og hversu miklar ríkisskuldir eru.

Margt ófyrirséð gerst síðan regluverkið var samið
Í Evrópsku skuldakreppunni á árunum 2009-2015 tók ávöxtunarkrafa ríkisskulda að gliðna milli landa. Hækkandi ávöxtunarkrafa á ákveðin ríki en ekki önnur gróf undan stöðugleika myntsvæðisins og fann Evrópski seðlabankinn sig knúin til að koma inn á markað með beinum kaupum ríkisskulda til að samræma ávöxtunarkröfu á skuldir hvers ríkis. Eitt af viðbrögðum Evrópusambandsins við skuldakreppunni var að herða kröfur um aðlögun ríkja að skuldaviðmiðunum. Nú er tíðin önnur í kjölfar heimsfaraldurs og stríðs – og má greina annan og mýkri tón.
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga