Kristrún um stjórn með Sjálfstæðisflokki: Það er ekki að fara að gerast

Stjórnmál 23. sep 2022

Kristrún Frostadóttir, sem ekki hefur enn fengið mótframboð til formanns Samfylkingar, segir að það myndi binda hendur hennar og Samfylkingarinnar að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki og færa þeim flokki með því mikil völd. Það eigi allir að geta heyrt það af hennar málflutningi að það sé ekki að fara að gerast.

Kristrún var gestur í helgi-spjalli Rauða borðsins og fór þar yfir stöðu Samfylkingarinnar, hennar sjálfrar, stjórnmálanna og samfélagsins. Fyrir utan að hafna Sjálfstæðisflokknum lýsti hún miklum efasemdum um Vg, flokk sem ætti að standa einna næst Samfylkingunni. Kristrún sagði að mögulega yrði sá flokkur líklegri til samstarfs ef þar yrði forystuskipti. Hún sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með Vg og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem kom oft upp í samtalinu.

Kristrún sagði öllum ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn réði öllu í ríkisstjórninni. Það væri til dæmis augljóst af því hvernig forystufólkið þar talaði. Sjálfstæðisflokksfólk verði verk ríkisstjórnarinnar sem sín verk. Vg og Framsókn töluðu hins vegar fyrir ýmsum félagslegum áherslum sem síðan yrði ekkert úr. Það væri því á margan hátt skemmtilegra og gagnlegra að ræða við Sjálfstæðisflokksfólkið. Það væri flókið að ræða við fólk úr Framsókn og Vg sem segðu eitt en gerðu svo eitthvað allt annað.

Kristrún vill að Samfylkingin finni aftur rætur sínar í þeim skilningi að hún vill að flokkurinn taki upp baráttu fyrir því sem venjulegu fólki skortir og það vill fá. Og með venjulegu fólk á hún við annað fólk en það sem fyllir umræðuþætti, sérfræðingastéttina. Áherslur sérfræðingana geti verið góður og gildar en oft séu þær um hluti sem venjulegt fólk er ekki að hugsa um eða telur ekki brýna. Samfylkingin eigi að einbeita sér að því að meginþorri fólks telur brýnt, sem eru afkoma, húsnæðisöryggi, heilbrigðiskerfið og slík grundvallarmál.

Merkir þetta að Kristrún muni ekki berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið? Jújú, svarar Kristrún, en það sé ekki meðal fyrstu verkefna. Fyrst sé að vinna að þeim málum sem almenningur vill ná fram. Og það er hægt án þess að ganga í ESB. Það sé ekki svo, eins og margir hafa viljað halda fram, að innganga í ESB sé forsenda þess að hægt sé að breyta samfélaginu til hins betra. Ef Samfylkingin skilar árangri í þeim málum sem venjulegt fólk leggur áherslu á þá mun flokkurinn vinna upp traust hjá fólki og þá er líklegra að hann nái að mynda breiða samstöðu um umsókn að Evrópusambandinu.

Þetta eru aðeins sýnishorn af ítarlegu og líflegu helgi-spjalli með Kristrúnu Frostadóttur, verðandi formanni Samfylkingarinnar, við Rauða borðið. Spjallið má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí