Leitað að framboði gegn Sólveigu Önnu

Verkalýðsmál 29. sep 2022

Þing Alþýðusambandsins verður sett á mánudaginn í þar næstu viku, 10. október. Enginn hefur enn lýst yfir framboði til forseta nema Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Það þykir orðið ólíklegt að það gerist úr þessu. Sá hópur sem ekki vill fá Ragnar Þór sem forseta er of fáskipaður og veikur til að geta stutt einhvern til sigurs. Það væri þá gert til að tryggja að Ragnar Þór verði ekki kjörinn samhljóða. Þessi hópur leitar hins vegar að frambjóðenda gegn Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í kosningu um annan varaforseta.

Auk Ragnars Þórs og Sólveigar Önnu hefur Kristján Þórður Snæbjarnason, formaður Rafiðnaðarsambandsins, lýst yfir framboði til fyrsta varaforseta og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, til þriðja varaforseta. Styrinn mun ekki standa um Ragnar Þór eða Kristján Þórð heldur um Vilhjálm, en einkum þó um Sólveigu Önnu.

Í aðdraganda þingsins hefur verið rætt um hvernig véfengja megi kjör fulltrúa til þingsins. Þetta á bæði við um fulltrúa frá Eflingu og Starfsgreinasambandinu. Þau sem harðast beittu sér gegn Sólveigu Önnu leita leiða til að koma í veg fyrir að hún náði kjöri, en líka að þing Alþýðusambandsins snúist að einhverju leyti um hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar og að Ragnar Þór, verðandi forseti, hafi ekki fordæmt þær.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí