Mótmæla þrengri réttri til þungunarrofs

Kvenréttindi 28. sep 2022

2011 lýstu alþjóðanet kvenna um vald yfir eigin æxlunarfærum 28. september sem dag baráttunnar fyrir þessum rétt kvenna. Dagurinn var valinn þar sem brasilíska þingið samþykkti lög um frjálsar fæðingar þennan dag 1871. Og í tilefni dagsins munu konur í mörgum borgum Evrópu mótmæla, m.a. í París þar sem gangan hefst frá Bastillutorgi klukkan hálf sjö í kvöld.

Konurnar sem undirbúa gönguna segja tilefnin næg til að herða baráttuna. Í Frakklandi hefur Marine Le Pen lagt fram þingsályktunartillögu um að árið 2024 yrði ár aukinnar fæðingartíðni franskra kvenna. Beinar aðgerðir til að ná þessum markmiðum eru ekki tilgreindar, en miðað við stefnu flokksins má reikna með tillögum um að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs.

Í Bandaríkjunum er hratt þrengt að rétti kvenna í kjölfar dóms Hæstaréttar sem ógilti í raun Roe vs. Wade. Mörg fylkisþing hafa afgreitt lög sem verulega þrengja að frelsi kvenna og mörg eru með slíkt í undirbúningi.

Í Póllandi hefur þungunarrof verið bannað nema í undantekningartilfellum þegar líf móður er í hættu. Þrátt fyrir mikinn stuðning almennings við þungunarrof í Ungverjalandi hefur ríkisstjórn Victor Orban byrjað að þengja að réttindum kvenna, í smáum skrefum sem þó er ljóst hvert eigi að stefna. Samkvæmt nýjum lögum ber konum í Ungverjalandi að hlusta á hjartslátt fóstursins þegar þær óska eftir þungunarrofi.

Í kosningabaráttunni lýsti Giorgia Meloni, formaður Bræðralags Ítalíu, því að flokkurinn myndi styðja fjölskyldur og aukna fæðingartíðni. Hún boðaði stofnun sérstaks sjóðs sem myndi styrkja konur til að ganga með börn fremur en að fara í þungunarrof.

Sigurvegarar sænsku kosninganna fyrr í mánuðinum, Svíþjóðardemókratar, hafa haft upp svipaðan málflutning. Réttur kvenna til að taka sjálfar ákvörðun um hvort þær gangi með barn er því orðið að heitu pólitísku álitamáli víða, ekki til að auka þennan rétt heldur til að þrengja hann og afnema.

Með kröfugöngum víða um Evrópu vilja konur mótmæla þessari þróun, sýna að konur muni verja rétt sinn og halda áfram að sækja fram.

Myndin er af göngunni í fyrra. Á borðunum stendur: Rétturinn til þungunarrofs er mannréttindi

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí