Ný forysta ungliðahreyfingar Alþýðusambandsins

Verkalýðsmál 18. sep 2022

„Gríðarlegur vandi steðjar að ungu fólki á vinnumarkaði. Vextir hækka, afborganir hækka, leiga hækkar, vöruverð hækkar – en eftir sitja launakjör,“ segir í ályktun þings ASÍ-UNG, sem lagði áherslu „á að samninganefndir komi samheldnar til kjaraviðræðna og berjist ötullega fyrir bættum kjörum launafólks, ungra sem aldna.“

Kosin var á þinginu ný forysta þessarar ungliðadeild Alþýðusambandsins. Ástþór Jón Ragnheiðarson frá Verkalýðsfélagi Suðurlands var kjörinn formaður og varaformaður Þorvarður Bergmann Kjartansson stjórnarmaður í VR.

Flestir stjórnarmanna koma af landsbyggðinni. Auk formannsins koma tvö frá AFLi starfsgreinafélagi á Austurlandi, tvö frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur, ein frá Framsýn á Húsavík og önnur frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga. Eini fulltrúi Eflingar í stjórninni er Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem bauð sig fram til formanns síðasta vetur en tapaði kosningu fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur.

Ályktun þingsins minnist á ágreining og samskipti innan verkalýðshreyfingarinnar. Þar stendur: „Margt má betur fara í samskiptum innan verkalýðshreyfingarinnar. Við sem ungmenni innan hreyfingarinnar viljum að á okkur sé hlustað og tekið sé mark á skoðunum okkar og þær séu virtar. Þetta á ekki einungis við um ungmenni innan hreyfingarinnar, heldur hreyfinguna alla. Í öllum samskiptum eigum við að tileinka okkur virðingu. Eilíf átök geta verið og eru fráhrindandi. Það álit þingsins að meira púður geti farið í að beina spjótum okkur að andstæðingum okkar fremur en samherjum.“

Í ályktuninni kemur fram að mikilvægt sé að gera verkalýðshreyfinguna að aðlaðandi starfsvettvangi fyrir ungt fólk. „Unga fólkið kemur til með að taka við keflinu á einum tímapunkti og þurfum við í millitíðinni að vera búin að undirbúa og efla fólk til þátttöku. Leita þarf fjölbreyttra leiða til að fá ungt fólk til starfa innan verkalýðshreyfingarinnar og byggja ofan á þann áhuga sem nú þegar er til staðar,“ segir í ályktun þings ASÍ-UNG sem haldið var á Hotel Natura á föstudaginn.

Ástþór Jón Ragnheiðarson formaður ASÍ-UNG er til vinstri á myndinni og Þorvarður Bergmann Kjartansson varaformaður til hægri.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí