Sólveig Anna vill í forystusveit Ragnars Þórs í ASÍ

Verkalýðsmál 18. sep 2022

„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar á Facebook. „Með því vil ég bregðast við hvatningu Eflingarfélaga um að við, verka- og láglaunafólk, eigum sterka rödd innan verkalýðshreyfingarinnar. Jafnframt vil ég starfa við hlið Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hefur lýst yfir framboði til forseta ASÍ. Ég styð framboð hans heils hugar.“

Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að Ragnar Þór sagðist við Rauða borðið vonast til þess að Sólveig Anna yrði í framboði til annars varaforseta, en Ragnar hefur lýst yfir framboði til forseta, Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, yfir framboði til fyrsta varaforseta og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, til þriðja varaforseta.

Sólveig Anna segist hafa verið gagnrýnin á Alþýðusamband Íslands. Hún tiltók vonda reynslu sína af störfum á vettvangi sambandsins síðustu fjögur ár; ömurlegri stéttasamvinnu-hugmyndafræði, Salek-kreddum og yfirtöku sérfræðingastéttarinnar á kostnað áhrifa félagsfólks og lýðræðislegra vinnubragða.

„Þessari þróun er hægt að snúa við,“ segir Sólveig Anna. „Ég trúi því að með nýrri forystu, nýjum áherslum og nýjum vinnubrögðum sé mögulegt að umbreyta Alþýðusambandinu. Það getur orðið máttugt og lýðræðislegt samband vinnandi fólks.“

Þetta eru afar ánægjulegar fréttir enda ótækt ef formaður úr stærsta stéttarfélagi verkafólks á Íslandi eigi ekki sæti í forsetateymi ASÍ,“ segir Vilhjálmur Birgisson. „Ég mun klárlega styðja Sólveigu Önnu í embætti sem 2 varaforseti ASÍ. Ég tel ef þetta forsetateymi nái kjöri [Ragnar Þór, Kristján Þórður, Sólveig Anna og Vilhjálmur sjálfur] þá verði það afar öflugt og forsetateymið muni klárlega reyna allt til að standa undir nafni þar sem hagsmunir félagsmanna ASÍ verða hafðir að leiðarljósi.“

Ekki fagna allir framboði Sólveigar Önnu.

„Ég hef náttúrulega ekkert legið á því að mér þykir þetta undravert ástand þegar forseti hrekkst frá völdum vegna ofbeldis, sem hún hefur nú bara talað mikið um og sagt frá, að það sé fólk sem ætlar að setjast í forystuna. Og þetta er orðin svona blokk sem hefur ekki mikið umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og lýðræðislegri umræðu,“ segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags á Suðurlandi, í samtali við Vísi.

Halldór segir að margir séu sama sinnis og hún en þori ekki að segja hug sinn: „Það er orðin svo mikil heift og reiði og fólk stígur ekki orðið fram því það býst við einhverri sjöfaldri árás ef það segir eitthvað,“ segir hún í samtalinu við Vísi.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí