Sprengingar greindust áður en lekinn fannst

Allt lítur út fyrir að skemmdarverk hafi eyðilagt Nord Stream gasleiðslurnar sem liggja frá Rússlandi til Þýskalands. Danska orkumálaráðuneytið greindi frá því í gær að leki hafi komið upp í Nord Stream 2 og stuttu síðar var greint frá leka í eldri leiðslunni.

Sænskir jarðvísindamenn greindu sprengingar á jarðskjálftamælum stuttu áður en lekarnir greindust en svo virðist sem leiðslurnar hafi fyllst af sjó. Bjorn Lund hjá sænsku jarðskjálftamiðstöðinni sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla: „Það er enginn vafi á því að þetta voru sprengingar“. Rússar höfðu áður hætt notkun leiðslanna, sem eru í eigu rússneska ríkisfyrirtækisins Gazprom, eftir að vesturlönd beittu þá hörðum viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Joe Biden lofaði að loka fyrir Nord Stream 2

Til stóð að taka Nord Stream 2 í notkun eftir að innrásin hófst en Bandarísk yfirvöld höfðu sagst ætla að koma í veg fyrir það. Joe Biden sagði á fréttamannafundi með Olaf Scholz kanslara Þýskalands í febrúar: „Ef Rússar hefja innrás … aftur, þá verður engin Nord Stream 2 leiðsla. Við munum koma í veg fyrir það“. Spurður hvernig hann ætlaði að tryggja það, sagði Biden: „Ég lofa að við munum geta gert það“. Bandaríski herinn er með mikla viðveru í Eystrasaltinu, þá mestu síðan við lok kalda stríðsins.

Yfirvöld í Úkraínu hafa hins vegar sakað Rússa um að bera ábyrgð á lekanum. Forsetaráðgjafi landsins, Mykhailo Podolyak, sagði við fjölmiðla að lekinn væri hryðjuverkaárás: „Rússar vilja koma efnahagsástandinu í Evrópu úr jafnvægi og valda skelfingu fyrir veturinn,“.

Hefja rannsókn

Þýsk yfirvöld og Evrópskir embættismenn hafa hafið rannsókn á málinu en ekkert liggur fyrir enn um hver beri ábyrgð á árásinni. Í dag hafa skrif fyrrum utanríkisráðherra Póllands, Radek Sikorski, vakið athygli þar sem hann virðist þakka Bandaríkjunum fyrir skemmdarverkin. Radek er þingmaður á Evrópuþinginu og eiginmaður blaðakonunnar og sagnfræðingsins Anne Applebaum sem þekkt er fyrir að styðja stríðsrekstur Bandaríkjanna.

Almenningur í Þýskalandi hefur undanfarið kallað eftir því í auknu mæli að leiðslurnar verði opnaðar aftur en alvarleg orkukrísa ríkir í Evrópu og margir óttast veturinn ef ekki tekst að bæta úr stöðunni. Þúsundir Þjóðverja mótmæltu í gær hækkandi orkuverði víðs vegar um landið.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí