Vill að Sólveig Anna verði 2. varaforseti ASÍ

Verkalýðsmál 16. sep 2022

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR sem vill verða forseti Alþýðusambandsins, segist vilja að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, verði annar varaforseti Alþýðusambandsins.

Áður en Ragnar bauð sig fram hafði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og starfandi forseti ASÍ, lýst því yfir að hann sæktist ekki eftir að verða forseti en vildi vera fyrsti varaforseti áfram.

Í gær lýsti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akranes og formaður Starfsgreinasambandsins, því yfir að hann sæktist eftir kjöri sem þriðji varaforseti ASÍ.

Enginn hefur lýst yfir framboði til annars varaformanns. Þegar Ragnar var spurður um þetta sagði hann skýrt og klárt að hann vildi fá Sólveigu Önnu í þetta embætti, sagði að hann sjálfur, Kristján Þórður, Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson yrði sterkt forystuteymi.

Sólveig Anna náði ekki kjöri í stjórn Starfsgreinasambandsins á þingi sambandsins í vor, þar sem Vilhjálmur var kjörinn formaður. Andstaðan við Sólveigu Önnu er því augljóslega nokkur innan sambandsins.

Hér má sjá Helgi-spjall Rauða borðsins við Ragnar Þór:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí