Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR sem vill verða forseti Alþýðusambandsins, segist vilja að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, verði annar varaforseti Alþýðusambandsins.
Áður en Ragnar bauð sig fram hafði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og starfandi forseti ASÍ, lýst því yfir að hann sæktist ekki eftir að verða forseti en vildi vera fyrsti varaforseti áfram.
Í gær lýsti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akranes og formaður Starfsgreinasambandsins, því yfir að hann sæktist eftir kjöri sem þriðji varaforseti ASÍ.
Enginn hefur lýst yfir framboði til annars varaformanns. Þegar Ragnar var spurður um þetta sagði hann skýrt og klárt að hann vildi fá Sólveigu Önnu í þetta embætti, sagði að hann sjálfur, Kristján Þórður, Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson yrði sterkt forystuteymi.
Sólveig Anna náði ekki kjöri í stjórn Starfsgreinasambandsins á þingi sambandsins í vor, þar sem Vilhjálmur var kjörinn formaður. Andstaðan við Sólveigu Önnu er því augljóslega nokkur innan sambandsins.
Hér má sjá Helgi-spjall Rauða borðsins við Ragnar Þór: