Ætla ekki að verða að kröfum útigangsmanna

Húsnæðismál 14. okt 2022

Að sögn Heiðu Björk Hilmisdóttur ætlar Reykjavíkurborg ekki að verða að kröfum heimilislausra karla sem hafa farið í klukkustundarlangt einskonar setuverkfall undanfarna daga í gistiskýlinu á Granda, neitað að fara þegar þeim er vísað út klukkan tíu á morgnanna. Karlarnir hafa í engin hús að venda og þurfa að ráfa um bæinn fram til klukkan fimm að skýlið opnar aftur.

„Þetta er það sem að við höfum séð að aðrir eru að gera erlendis, við erum bara að læra og það er hvergi mælt með því að neyðarskýli sé opið allan sólarhringinn,“ segir Heiðu Björk, formaður velferðarráðs í Fréttablaðinu í morgun. Reykjavíkurborg opnaði gistiskýli í Ingólfsstræti 1970, fyrir 52 ári síðan.

Í viðtali við Rauða borðið í gær sögðu Ragnar Erling Hermannsson og Davíð Þór Jónsson, sem tekið hafa þátt í mótmælunum, að það stæði á stjórnmálafólkinu sem setti reglurnar. Þeim virtist sem starfsfólkið í skýlinu vildi helst horfa fram hjá reglunum og hefði að einhverju leyti gert það þar til tilskipun kom að ofan um að fara skilyrðislaust eftir settum reglum.

Í samtali við Fréttablaðið sagði Heiða Björk að borgin vildi ekki hafa opið yfir daginn vegna þess að hún vildi frekar að karlarnir væru ekki á götunni heldur ættu heimili. En karlarnir koma í skýlið vegna þess að þeir eiga ekkert heimili og eru bjargarlausir.

Aðgerðir karlanna munu halda áfram í dag. Þeir ráðgera að stofna félagið Viðmót til að berjast fyrir betra viðmóti Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga gagvart heimilislausu og bjargarlausu fólki.

Viðtalið við Ragnar Erling og Davíð Þór má sjá hér að neðan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí