Bjarni segist ekki vera að setja ríkissjóð á hausinn

Bjarni Benediktsson sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna ummæla Más Wolfgang Mixa, lektors og stjórnarmanns í Almenna lífeyrissjóðnum, sem sagði í Kastljósi í gær að það væri ekkert annað en greiðslufall ríkissjóðs ef Bjarni hlypi frá ríkisábyrgð á skuldabréfum Íbúðalánasjóðs. Bjarni hafnar þessu, segist vera að standa við ríkisábyrgð með því að láta tapið falla á lífeyrissjóði.

„Möguleg slit ÍL-sjóðs myndu gjaldfella allar kröfur á sjóðinn. Við það virkjast ríkisábyrgðin sem tryggir uppgjör höfuðstóls og áfallinna vaxta. Ríkið mun því undir öllum kringumstæðum axla ábyrgð á skuldbindingum sínum gagnvart kröfuhöfum sjóðsins, í samræmi við skilmála og lög. Þetta heita efndir á ríkisábyrgðinni. Efndir eru andstaða greiðslufalls,“ skrifar Bjarni og heldur því fram að þetta muni engin áhrif hafa á lánshæfi ríkissjóðs.

„Með því að eyða óvissu um uppgjör ÍL-sjóðs og standa við ríkisábyrgðina, sem er svokölluð einföld ábyrgð, er komið í veg fyrir frekari uppsöfnun vandans og gagnsæi og jafnræði tryggt. Slíkt eykur jafnan traust. Óvissa og óþarfa skuldaaukning dregur á hinn bóginn úr trausti,“ segir Bjarni.

Í viðtali við Ríkisútvarpið lýsti  Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði bankamanna, furðu á tilboði Bjarni. Í viðskiptum gerðist það að stundum hallaði á annan og stundum á hinn. Nú hallaði á ríkið og þá ætti skyndilega að breyta reglunum. Ari sagði það skrítið ef sú regla ætti almennt að gilda hjá ríkinu, að ef það hallar á mig þá breyti ég bara reglunum.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí