Bjarni segist ekki vera að setja ríkissjóð á hausinn

Bjarni Benediktsson sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna ummæla Más Wolfgang Mixa, lektors og stjórnarmanns í Almenna lífeyrissjóðnum, sem sagði í Kastljósi í gær að það væri ekkert annað en greiðslufall ríkissjóðs ef Bjarni hlypi frá ríkisábyrgð á skuldabréfum Íbúðalánasjóðs. Bjarni hafnar þessu, segist vera að standa við ríkisábyrgð með því að láta tapið falla á lífeyrissjóði.

„Möguleg slit ÍL-sjóðs myndu gjaldfella allar kröfur á sjóðinn. Við það virkjast ríkisábyrgðin sem tryggir uppgjör höfuðstóls og áfallinna vaxta. Ríkið mun því undir öllum kringumstæðum axla ábyrgð á skuldbindingum sínum gagnvart kröfuhöfum sjóðsins, í samræmi við skilmála og lög. Þetta heita efndir á ríkisábyrgðinni. Efndir eru andstaða greiðslufalls,“ skrifar Bjarni og heldur því fram að þetta muni engin áhrif hafa á lánshæfi ríkissjóðs.

„Með því að eyða óvissu um uppgjör ÍL-sjóðs og standa við ríkisábyrgðina, sem er svokölluð einföld ábyrgð, er komið í veg fyrir frekari uppsöfnun vandans og gagnsæi og jafnræði tryggt. Slíkt eykur jafnan traust. Óvissa og óþarfa skuldaaukning dregur á hinn bóginn úr trausti,“ segir Bjarni.

Í viðtali við Ríkisútvarpið lýsti  Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði bankamanna, furðu á tilboði Bjarni. Í viðskiptum gerðist það að stundum hallaði á annan og stundum á hinn. Nú hallaði á ríkið og þá ætti skyndilega að breyta reglunum. Ari sagði það skrítið ef sú regla ætti almennt að gilda hjá ríkinu, að ef það hallar á mig þá breyti ég bara reglunum.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí