Bjarni vill afnema skylduaðild að verkalýðsfélögum

Verkalýðsmál 19. okt 2022

„Já, ég get mjög afdráttarlaust svarað því að ég er fylgjandi þeim áherslum sem er að finna í þessu frumvarpi,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í umræðum um frumvarp Óla Björns Kárasonar og þingflokks Sjálfstæðisflokksins um afnám greiðsluskyldu til stéttarfélaga og bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum í gær. Óalgengt er að ráðherrar blandi sér í umræðu um þingmannamál og lýsi yfir sérstökum stuðningi við þau, en þetta gerði Bjarni Benediktsson í gærkvöldi.

„Það er orðið löngu tímabært að taka þessa umræðu hér í þinginu og á margan hátt sérstakt þegar maður hugsar til þess að undanfarinn rúman áratug hefur farið talsvert púður í þinginu og utan þings í að ræða um þörfina fyrir breytingar á stjórnarskránni og hversu mikilvægt væri að við gerðum umbætur í þágu fólksins í landinu, að þættir á borð við þennan hafi ekki komist á dagskrá,“ sagði Bjarni. 

„Það er einfaldlega ekkert eðlilegt við það í nútímasamfélagi og með hliðsjón af því hvernig réttarþróun hefur verið í öðrum löndum að við sitjum hjá og gerum ekkert í því þegar er verið að þrengja jafn bersýnilega að þessum sjálfsagða rétti fólks að fá að velja sér stéttarfélag eins og raun ber vitni þegar við horfum upp á þetta þá er þá öskrar á mann. Það þarf að hreyfa við þessu máli. Ég ætla ekki að fara út í mjög tæknileg atriði. Málið er afskaplega vel undirbúið. Að mínu mati hefur verið mælt fyrir því og góð grein gerð fyrir helstu atriðum.“

Samstöðin er gjaldfrjáls vettvangur. Ef þér líkar efnið getur þú eflt Samstöðina með því að gerast félagi í Alþýðufélaginu og þá einskonar áskrifandi. Það kostar aðeins 1.250 kr. á mánuði, en þú mátt borga meira., Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí