Ekkert heyrst frá íranskri íþróttakonu

Kvenréttindi 19. okt 2022

Íranska íþróttakonan Elnaz Rekabi sem keppti um helgina í Asíumótinu í klifuríþróttum í Seoul í Kóreu án höfuðklúts er mögulega horfin samkvæmt írönskum heimildum. vitni sem fréttastofa BBC ræddi við segja að hún hafi verið færð í Íranska sendiráðið í Soul í morgun þar sem vegabréf hennar og sími hafi verið gerð upptæk.

Elnaz birti myndir af sé á Instagram reikningi sínum að keppa án höfuðklútsins en aðeins með svart hárband. Myndin á Instagram þótti það augljós vísbending um að hún væri að taka þátt í mótmælunum en Skömmu síðar skrifaði Elnaz afsökunarbeiðnina á Instagram reikninginn sinn þar sem hún segir tímahrak hafa gert það að verkum að hún hafi keppt án höfuðklútsins en einnig að hún sé heil á húfi.

Rana Rahimpour, starfsmaður persneskrar útgáfu BBC, telur færsluna skrifaða undir þrýstingi. Það síðasta sem fjölskylda Rekabi heyrði frá henni var að hún væri í fylgd með Írönskum embættismanni.

Þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá henni síðan í morgun er talið að hún sé á heimleið og hún hafi millilent fyrir skömmu í Katar ásamt keppnisteyminu og muni lenda í Íran í nótt. Þá hefur fjöldi aðgerðarsinna boðað komu sína á flugvöllinn til að fagna henni við lendingu. Elnaz náði fjórða sæti í keppnisgrein sinni á mótinu en eflaust verður henni fagnað meira af almenningi fyrir kvennasamstöðuna við komuna þótt líklegt sé að yfirvöld færi hana í fangelsi.

Konur, líf, frelsi! Eru slagorðin sem hljóma í gegnum mótmælin sem staðið hafa yfir í Íran í meira en mánuð frá því að hin 22ja ára gamla Mahsa Amini lést í haldi lögreglunnar. Hún var handtekin fyrir að brjóta lögin um slæðuburð, þar sem refsing liggur við ef konur þykja hnýta slæður sínar ekki með réttum hætti.

Yfir 200 manns hafa látið lífið í mótmælunum en af þeim látnu eru 24 börn. Enn færist þungi í mótmælin og nú hvetja aðgerðarsinnar fólk til þátttöku undir yfirskriftinni: Upphafið að endinum. Klerkastjórnin hefur verið við völd í Íran síðan 1979.

Samstöðin er gjaldfrjáls vettvangur. Ef þér líkar efnið getur þú eflt Samstöðina með því að gerast félagi í Alþýðufélaginu og þá einskonar áskrifandi. Það kostar aðeins 1.250 kr. á mánuði, en þú mátt borga meira., Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí