Enda­lausri sjúk­dóm­svæðingu þarf að snúa við

Geðheilbrigði 15. okt 2022

„Það er víst, sam­kvæmt fræðunum, eitt sem er ótta yf­ir­sterk­ara. Von. Við þurf­um von. Tíðarandi okk­ar virðist um of lit­ast af sundr­ung, fjar­veru og rofi. Við þurf­um aukna nánd á tím­um þar sem aldrei virðist vera erfiðara að veita hana, upp­lifa hana í fjar­ver­unni. Við þurf­um eld­inn – auk­in tengsl við nátt­úr­una, auk­in tengsl við okk­ar innri veru, okk­ar eig­in nær­veru,“ skrifar Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar í Moggann.

Héðinn leggur m.a, út frá grein sem dr. Sönuh Ahs­an, ungur sál­fræðingur sem starfar inn­an bresku heil­brigðisþjón­ust­unn­ar NHS, sem fjallað var um við Rauða borðið fyrir rúmum mánuði. Sjá má þá umfjöllun hér, ásamt viðtalið við Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, forstöðukonu Hlutverkaseturs:

Héðinn minnir á fyrirsögn greinarinnar: Ég er sál­fræðing­ur og ég trúi því að það sem okk­ur hef­ur verið sagt um geðheil­brigði séu mik­il ósann­indi. Og undirfyrirsögn: Skiln­ing­ur sam­fé­lags okk­ar er sá að or­sak­ir geðrask­ana séu innra með okk­ur – en huns­ar sam­fé­lags­lega or­sakaþætti, þar sem þetta segir mikið til um innihaldið. En Héðinn endursegir innihaldið líka.

„Sanah seg­ir að við séum að tak­ast á við sam­fé­lags­leg­an og póli­tísk­an vanda ójöfnuðar með grein­ing­um og meðferð,“ skrifar Héðinn. „Hún spyr hvort sex skipti af hug­rænni at­ferl­is­meðferð sem hjálp­ar til við að koma auga á óupp­byggi­leg hugs­ana­mynst­ur muni hjálpa ein­stak­lingi sem á í erfiðleik­um með að sjá fjöl­skyldu sinni fyr­ir mat. Á sömu for­send­um; hvort þung­lynd­is­lyf geti „læknað“ stöðugt áfall sem hör­unds­dökk­ur maður verður fyr­ir á „eitruðum“ vinnustað, eða hvort gjör­hygli geti orðið barni að liði sem býr við mikla fá­tækt?“

Sanah endar greinina með mynd­lík­ingu og spyr hvort við mynd­um greina visn­andi plöntu með „plöntu-visn­un­ar-heil­kenni“ – eða reyna að breyta um­hverfi plönt­unn­ar og aðstæðum. „Engu að síður þjá­ist fólk í og við aðstæður sem eru ekki boðleg­ar og okk­ur er sagt að það sé eitt­hvað að okk­ur,“ seg­ir hún.

Héðinn stillir grein Sönuh fram með rann­sókn­um pró­fess­ors­ins Joönnu Moncri­eff, sem koll­vörpuðu hug­mynd­um um efna­fræðilegt ójafn­vægi í heila þegar um þung­lyndi er að ræða og end­ur­reisn­ar­tíma­bils hug­víkk­andi efna, sem fjallað hefur verið um við Rauða borðið, sem ein­ung­is fá­ein dæmi um það hversu nauðsyn­legt er orðið að end­ur­skoða aðferða- og hug­mynda­fræði okk­ar í geðheil­brigðismál­um

„Enda­lausri sjúk­dóm­svæðingu meintra rask­ana þarf að snúa við,“ skrifar Héðinn. „Við þurf­um að horfa vand­lega á sam­fé­lög okk­ar sem eru lituð af sam­an­b­urði, sam­keppni og ein­stak­lings­hyggju og nær­ast á aldagam­alli mein­loku um að staða ein­stak­lings í sam­fé­lagi ráðist nær ein­göngu út frá efn­is­legu „virði“.“

„En þetta er gam­alt stef sem kapí­tal­ism­inn hef­ur löngu kveðið í kút­inn, ekki satt?“ spyr Héðinn. „Meira er jú betra og við ætt­um ekki ein­ung­is að huga að því að sinna þörf­um okk­ar held­ur gefa löng­un­um okk­ar einnig góðan tíma og leit­ast við að elta þann enda­lausa hring, því meira verður jú aldrei nóg. Hvað þarf til að gera sam­fé­lög okk­ar geðheilsu­vænni? Hvað þarf til að við séum sátt? Hvernig get­um við rofið þær nei­kvæðu til­finn­ing­ar sem við fær­um á milli kyn­slóða okk­ar, þá skömm sem oft flyst og fleyt­ir kell­ing­ar öld­um sam­an inn­an fjöl­skyldna?

Við sitj­um enn við eld­inn, vilj­um hlusta á sög­ur, tengj­ast öðrum, upp­lifa nánd og forðast rof. Við virðumst þó vera fjar­læg­ari, fjar­ver­ur, en við vilj­um vera nær, vera nær­ver­ur – mann­ver­ur. Ein­kenn­ir „aðskilnaðarorðræðan“ tíðarand­ann? Raf­magnið og tækn­in hafi valdið ákveðnu rofi um leið og þau hafa bætt, lengt og breytt til­veru okk­ar, aukið lífs­gæði – eða hvað?“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí