Gældu við að drepa Sólveigu Önnu og Gunnar Smára

Dómsmál 10. okt 2022

Héraðssaksóknari hefur kallað inn til vitnaleiðslu það fólk sem mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um undirbúning hryðjuverka ræddu um sín á milli að myrða eða meiða. Meðal þess eru Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.

Sólveigu Önnu voru sýnd samskipti þar sem hún var kölluð litla kommalufsan sem vildi gera byltingu. Á eftir fylgdu heitstrengingar mannanna um að drepa hana einn daginn.

Gunnari Smára voru sýnd samskipti þar sem annar maðurinn var staddur á sama veitingastað og hann og barmaði sér yfir að vera ekki vopnaður. Á eftir fylgdu vangaveltur um hvað myndi gerast ef hann dræpi Gunnar Smára þarna á staðnum. Ég væri kominn upp á löggustöð fyrir miðnætti, sagði sá á staðnum. Við myndum fljúga inn á þing, sagði hinn, eins og morðið myndi gera þá að þjóðhetjum. 

„Auðvitað er óhugnanlegt að fá að vita að þessir menn hafi verið að smíða vopn og gæla við að taka mig af lífi fyrir pólitískar skoðanir og starf,“ segir Sólveig Anna. „En ég er bara orðin svo dofin eftir linnulausar árásir og ásakanir undanfarin ár að ég tók þessu fyrst eins og hverju öðru hundsbiti. Þegar dagarnir líða finn ég hins vegar að tilhugsunin venst illa. En í dag hef ég um annað að hugsa, má ekki hugsa um þetta.“

„Miðað við tímasetninguna var ég þarna á veitingastað að borða með 15 ára dóttur minni,“ segir Gunnar Smári. „Við förum þangað reglulega til að borða uppáhaldsmatinn hennar.“

Gunnar Smári segist áður hafa bent á hversu hættuleg hatursorðræða frá hægri gagnvart verkalýðsbaráttu og sósíalisma sé. „Sósíalistaflokkurinn berst fyrir uppbyggingu félagslegs húsnæðis, að skattalækkanir til hinna ríku gangi til baka, að almenningur fái vald yfir auðlindum sínum og öðrum þjóðþrifamálum sem njóta stuðnings mikils meirihluta almennings,“ segir Gunnar Smári „Efling fer ekki fram á annað en sæmilegt lífsviðurværi fyrir vinnu sinna félagsmanna og að láglaunafólki sé sýnd lágmarks virðing í samfélaginu.“

„Hægrið svarar þessu með þvi að tengja Sósíalista við glæpi Stalín, ofbeldi, undirróður og ráðagerðir um að svipta fólk frelsi og fangelsa það,“ segir Gunnar Smári. „Þetta er hatursorðræða og hundaflaut til íslenskra Proud Boys, eins og þessara drengja sem sitja í gæsluvarðhaldi. Í huga þeirra eru þetta skilaboð um að það sé þjóðþrifaverk að drepa Sólveigu Önnu, að þannig megi gera Ísland að betra samfélagi.“

Gunnar Smári bendir á að svona hundaflaut megi líka sjá í meginstraumsmiðlum. Þar er Sólveig Anna sögð stunda hreinsanir, vera með fólk á dauðalista og stefna að valdaráni þegar hún gerir ekki annað en sigra í lýðræðislegum kosningum. Gunnar Smári segir að það sé ekki talað eins illa um nokkra manneskju í íslenskum fjölmiðlum og Sólveigu Önnu. Og það sé vegna þess að hún lætur valdastéttina heyra það og vegna þess að hún sé sósíalisti og kona.

„Fyrir mánuði sagði ég frá hótunum sem mér bárust frá manni sem ætlaði að leita vopna til að beita á mig og fjölskyldu mína. Rúður voru brotnar tveimur dögum síðar í húsakynnum Sósíalistaflokksins. Þá sagði ég að forysta Sjálfstæðisflokksins ætti að hugsa um hvaða skilaboð hún sé að senda út til sinna Proud Boys. Ég bauðst til að útvega flokknum námskeið um hatursorðræðu og hvernig hún skapar umgjörð fyrir glæpi og það tilboð stendur enn,“ segir Gunnar Smári. „En því miður voru viðbrögðin bara einhver derringur í aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, eitthvað í þá veruna að ég hefði kallað þetta yfir mig.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí