Grunnhyggni, heyrnadeyfð og hugsanadoði í Silfrinu

Verkalýðsmál 16. okt 2022

„Að halda því fram að deilurnar innan ASÍ séu aðeins persónulegur ágreiningur er grunnhyggið. Vissulega er deilt um völd og áhrif innan verkalýðshreyfingarinnar. En það þarf mikla heyrnardeyfð og hugsanadoða til að afneita þeim áherslumun sem greinir að forystu VR og Eflingar annarsvegar og talsmenn ýmissa annarra stéttarfélaga hinsvegar, eða hugmyndafræðilegan ágreining um þjóðfélagslegt hlutverk verkalýðsbaráttunnar,“ skrifar Sigurður Pétursson sagnfræðingur á Facebook eftir umræðu um verkalýðsmál í Silfrinu.

Það var rætt um átökin innan Alþýðusambandsins bæði í almennum umræðum um fréttir vikunnar í Silfrinu og síðan í sérstökum hluta þar sem Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við HÍ og Sumarliði Ísleifsson, dósent í sagnfræði við HÍ, ræddu saman.

Vanþekking þátttakenda í fyrri umræðunum virðist hafa gengið fram af Sigurð.

„Verkalýðsfélögin eru viðsemjendur atvinnurekenda. Deilur um ASÍ hafa engin áhrif á það. Verkalýðsfélögin hafa bæði samningsrétt og verkfallsrétt. ASÍ hefur hvorugt. Fjölmennustu verkalýðsfélög landsins, VR og Efling, með samtals um 70-80 þúsund félagsmenn, munu semja fyrir þeirra hönd í næstu samningum. Það er staðreynd sem samtök atvinnurekenda hræðast! Allt tal um að atvinnurekendur viti ekki við hvern þau eigi að semja eru vísvitandi blekkingar,“ skrifar Sigurður og vísar þar til ummæla Guðrúnar Hafsteinsdóttur, þingkonu, tilvonandi ráðherra og fyrrum varaformanns stjórnar Samtaka atvinnulífsins.

Aðeins tveir gestir í Silfrinu tóku ekki undir tal um að deilurnar innan ASÍ væru aðeins um völd og persónulegan metnað, eins og andstæðingar þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar hafa viljað halda fram.

Þegar því var haldið fram að algjör upplausn ríkti innan verkalýðshreyfingarinnar benti Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, á reynslu og umboð Ragnars og Sólveigar.

Og Sigrún Ólafsdóttir sagði að ágreiningurinn virtist standa á milli þeirra sem væru að hugsa um að bæta samfélagið fyrir alla pg þeirra sem væru að tala um grundvallarbyltingu á hvernig við skiptum lífsgæðum og hvernig við skiptum kökunni. Fólks sem væri að leggja til að við þyrftum að byrja upp á nýtt.

Í frásögn Sumarliða kom fram að leita þyrfti aftur til kalda stríðsins að fordæmum þess að reynt væri að véfengja kjörbréf þingfulltrúa eins og andstæðingar þeirra Ragnars og Sólveigar gerðu í upphafi þingsins núna.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí