Hin frjálsa umræða hjá okkur er í hættu

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti ræddi í Dagmálum Moggans hörð viðbrögð við viðtali við hann í Silfrinu í vor og við twitter-færslum hans í stríðið í Úkraínu. Sagði að yfir hann hefðu gengið holskeflur af skömmum og illmælum. Hann sagði hætta væri á að hin almenna umræða yrði ekki önnur en það sem vinsælast þann daginn, það sem fær flest læk.

Ólafur vísar til viðtals í Silfrinu (frá mín 45:00) um Úkraínustríðið þar sem hann benti á að viðskiptaþvinganir Vesturlanda frá 2014 hefðu ekki virkað og að nýjar myndu ekki gera það heldur, að það myndi engin áhrif hafa á Pútín þótt lystisnekkjur eða villur yrði teknar af óligörkum. Einnig að stríðið myndi ekki kveikja upp lýðræðisvakningu í Rússlandi, frekar að harðlínuöfl myndu styrkjast eins og raunin hefur orðið. En það sem vakti mesta andúð var greining Ólafs Ragnars á áhrifum útvíkkunar Nató, sem hann segir í viðtali við Dagmál Moggans að hafi verið í takt við það sem forystufólk í bandarískum alþjóðamálum hefði bent á, fólk eins og Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra og George Kennan sagnfræðingur og fyrrum sendiherra. Og síðar Fiona Hill Rússlandssérfræðingur fjögurra forseta Bandaríkjanna.

Viðbrögðin við þessu viðtali urðu mjög hörð á samfélagsmiðum. Og ekki síður þegar Ólafur Ragnar setti á twitter frétt frá rússneska utanríkisráðuneytinu um Indlandsför Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands til Indlands, fjölmennasta lýðræðisríkis heims. Það segist Ólafur Ragnar hafa gert til að benda á að fréttir á allsherjar bandalagi lýðræðisríkjanna fengist ekki staðið, því tekið hafi verið á móti Lavrov á Indlandi sem eðalvini. Og sér hafi fundið skrítið að í vestrænum fjölmiðlum var ekki minnst á þessa för Lavrov.

Og önnur bylgja gekk um samfélagsmiðla þegar Ólafur sett á twitter myndband frá fréttaritara The Wall Street Journal með viðtölum við rússneskan almenning. Á myndbandinu mátti heyra rússneskan almenning lýsa yfir eindregnum stuðningi við innrásina og Pútín. Ólafur segist hafa þótt myndbandið merkilegt vegna fullyrðinga í vestrænum miðlum um að aðeins væri tímaspursmál hvenær almenningur í Rússlandi snerist gegn Pútín. Og síðan hafi komið í ljós að það séu fremur harðlínuöflin sem styrkjast í Rússlandi, þau sem vilja ganga lengra í stríðsrekstrinum.

Ólafur Ragnar segir einn af vandanum við þetta stríð sé hver áhrifin hafa orðið á almenna umræðu hjá okkur. Þær ályktanir hafi verið dregnar af þessu innleggi að Ólafur Ragnar væri að styðja Pútín, sem hann segir fjarri lagi.

Ólafur Ragnar segist ekki hafa tekið þessi viðbrögð nærri sér. Hann er vanur því að segja það hann vill og láti sig engu skipta hvernig fólk tekur því. Honum finnist að fólk eiga að segja hug sinn og ekki taka því persónulega sem aðrir segja.

Hættan er sú að þegar menn leyfa sér að hegða sér svona á samfélagsmiðlum þá hugsi fólk með sér að það sé ekki á það hættandi að segja þar eitthvað annað en sem er vinsælast þann daginn. Og þá munum við missa hina frjálsu umræðu sem er okkur nauðsynleg.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí