Íslandsbanki fellur niður fyrir útboðsgengi

Kauphöllin 12. okt 2022

Kauphöllin heldur áfram að falla og ekki síst bankarnir, en gengi banka hefur lækkað víða um heim vegna hættu á falli Credit Suisse. Gengi Íslandsbanka hefur fallið niður fyrir útboðsgengi Bankasýslunnar frá í vor, 117 kr. á hlut, en jafnað sig svo aftur. Það dinglar þarna um kring.

Þetta merkir að ávinningur þeirra sem fengu að kaupa bréfin hefur þurrkast út. Það er þeirra sem ekki seldu hlut sinn áður en hlutabréfin fóru að lækka. Það gerðu til dæmis þeir erlendu hrægammasjóðir sem Bankasýslan valdi til að taka þátt. Þeir seldu sinn hlut fljótt, eftir að gengið hækkaði. Og mest til lífeyrissjóðanna, sem hafa aukið mikið hlut sinn í bankanum á háu verði og eru nú að taka á sig mikið tap.

Þegar þetta er skrifað hefur Íslandsbanki lækkað um 1,7% í viðskiptum dagsins og Kvika um 1,4% og Arion um 1,9%. Öll félög í kauphöllinni hafa fallið það sem af er degi nema Eik fasteignafélag sem stendur í stað. Mest hafa bréf í Reginn, öðru fasteignafélagi, fallið eða um 4,2%.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí