Metvirkni í starfi Eflingar

Verkalýðsmál 22. okt 2022

„Ég er stolt af því starfi sem við í Eflingu vinnum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir á Facebook. „Ég er stolt af þrautseigju okkar og því hversu staðráðin við erum að ná árangri í að tryggja að Efling verði mikilvægustu og sterkustu baráttusamtök verka og láglaunafólks á Íslandi.“ Tilefni ummælanna er metþátttaka í kjararannsókn félagsins.

Í eldri kjarakönnunun var svörun hæst árið 2016 eða 1294 svör, en hafa ber í huga að í fyrri könnunum var úrtak miklu minna, eða allt niður í 3000, og auk þess náðu kannanir til félagsfólks í öðrum verkalýðsfélögum á Suðvesturhorninu. Að opna úrtakið fyrir öllum Eflingarfélögum gerði ásamt öðru miklu meiri þátttöku mögulega að þessu sinni.

Í tilkynningu frá Eflingu segir að sú ákvörðun að þýða könnunina á 10 algengustu tungumál félagsfólks hafi haft mjög jákvæð áhrif á svörun. Úrtak könnunarinnar var tæplega 36 þúsund kennitölur og var svarhlutfall í heild 12,8%. Þátttaka félagsfólks af íslenskum uppruna var rétt undir þessu meðaltali eða 12%, en miklu hærri hjá mörgum hópum erlendra félaga.

„Eitt af því sem andstæðingar okkar sem fengum umboð í lýðræðislegum kosningum til að stýra Eflingu halda fram aftur og aftur er að allt sé í volli hjá félaginu,“ skrifar Sólveig Anna. „Meðal annars hélt Ólöf Helga Adolfsdóttir þessu fram í kosningabaráttu sinni til embættis forseta Alþýðusambandsins. Öll hennar barátta gegn Ragnari Þór snérist reyndar um hvað ég væri agalega agaleg.“

Sólveig Anna segir staðreyndina vera þá að ekkert er fjarri sannleikanum. Hjá Eflingu sé nú rekið öflugt og árángursríkt starf.

„Við höfum frá árinu 2018 verið brautryðjendur í verkalýðshreyfingunni við að opna starf félagsins fyrir aðfluttu verkafólki,“ skrifar Sólveig Anna. „Við höfum auðvitað aldrei fengið nokkra viðurkenningu né hrós fyrir atorkusemi okkar þar; þvert á móti hefur á síðustu mánuðum verið látið eins og nákvæmlega hið öfuga sé satt. Það er auðvitað þreytandi að sitja undir slíkum ömurðar-áróðri en við látum þó ekki deigan síga, enda er fátt mikilvægarar en að tryggja að alþjóðlegt og þjóðlegt verkafólk geti sameinast á vettvangi baráttunnar og sótt fram í krafti samstöðunnar.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí