Í nýrri skýrslu Europol, lögreglustofnunar Evrópusambandsins, um hryðjuverkaógn kemur fram að öfga-hægrið í Evrópu hafi breyst í cóvid. Áður einkenndist það af skipulögðum hópum ný-nasista en í cóvid varð skipulagði lausbeislaðra. Og fylgjendurnir yngri.
Í skýrslunni sem heitir Evrópusambandið: Staða og stefna hryðjuverkaógnar 2022 er sagt að cóvid hafi haft mikil áhrif á öfga-hægri hópa. Samkomutakmarkanir margfölduðu netsamskipti milli þeirra sem aðhyllast þessa hugmyndafræði og laðaði yngri menn inn í hópinn, en ungir karlmenn eru yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem taka þátt í umræðum, starfi og aðgerðum. En cóvid færði áherslurnar líka enn frekar í baráttu gegn stjórnvöldum sem settu sóttvarnarkröfur á almenning.
Andstaða við sóttvarnir bættust við andúð gegn inn flytjendum og auknum rétti kvenna til þungunarrofs, svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld eru lituð upp sem spillt kúgunarafl sem vinnur að því að grafa undan gildum sem öfga-hægrið vill verja; frelsi einstaklingsins, einsleitni samfélagsins, karllæg viðhorf. Óvinirnir eru þau sem vilja opna löndin fyrir flóttafólki, auka réttindi kvenna og hinsegin fólks.
Europol til tekur tvennt sem liti nú öfga-hægrið meira en áður. Annars vegar kenningar um endalok samfélagsins, að þær stofnanir og kerfi sem fyrir eru þurfi að falla svo hægt sé að byrja upp á nýtt við að skapa gott samfélag á gildum öfga-hægrisins. Og hins vegar vaxandi kvenandúð sem finna má meðal þeirra sem kallaðir eru Indel, sem er stytting á involuntary celibate eða þrönguðu einlífi og er þá átt við karla sem ekki hafa kynnst konum af einhverjum ástæðum. Umræða ungkarla á samskiptamiðlum hefur æ meira verið lituð kvenhatri þar sem þeir upplifa sig svikna.
Annað sem Europol nefnir er að geðheilsa almennings hafi versnað í cóvid og þá ekki síst hjá ungu fólki vegna niðurfellingar kennslu og langvarandi félagslegri einangrun.
Í skýrlsunni kemur fram að sjö manns hafi verið handteknir fyrir skipulagningu eða undirbúning hryðjuverkaárásar í Finnlandi í desember í fyrra. Hinir handteknu voru hægri menn á 23 til 26 ára. Lögreglan lagði hald á skotvopn og efni sem hægt væri að nota til sprengjugerðar. Undirbúningur hafði staðið yfir í tvö ár. Mennirnir höfðu áður framið fjölda annarra glæpa. Þeir fylgdust með hægri hugmyndafræði um heimsenda, endalok samfélagsins, og vildu nota hryðjuverkin til að ýta undir glundroða í samfélaginu til að flýta fyrir óhjákvæmilegu hruni vestrænna samfélaga.
Samkvæmt Europol er öfga-hægrið að ganga í gegnum breytingar þessi misserin, færast frá skipulögðum nýnasistahópum yfir í lausbeislaðri tengsl í gegnum netið. Europol nefnir ekki aðra breytu, sem er kosningaárangur stjórnmálaflokka sem margir eiga rætur í nasista- og fasistahreyfingum, svo sem Svíþjóðardemókratar og Bræðralag Ítalíu.
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga